Knattspyrnukappinn Páll Einarsson er lagstur undir feld og búinn að breiða vel yfir höfuðið á meðan hann íhugar hvort hann á að halda áfram knattspyrnuiðkun.
Páll stóð sig mjög vel með Fylki í Landsbankadeildinni síðasta sumar og Árbæingar vilja ólmir hafa Pál áfram í liðinu en hann sjálfur er ekki viss um hvort hann vilji halda áfram að sprikla enda búinn að standa í eldlínunni nokkuð lengi. Hann hefur fullan skilning Fylkismanna og þeir bíða þolinmóðir eftir ákvörðun sem kemur á nýju ári.