Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2026 09:01 Emil Larsen er mættur til starfa á Hlíðarenda. Valur Valsmenn hafa nú fullmótað þjálfarateymi sín fyrir karla- og kvennaliðin í fótbolta með ráðningu á dönskum markmannsþjálfara. Markmannsþjálfarinn heitir Emil Larsen og kemur til Vals eftir að hafa síðast starfað hjá Íslandsvinunum í Lyngby í Danmörku. Þar þjálfaði hann hjá U17 og U19 liði félagsins og aðstoðaði jafnframt meistaraflokk, segir í tilkynningu Vals, auk þess að starfa fyrir Bröndby og danska knattspyrnusambandið. „Við erum afar ánægð með að fá Emil til liðs við Val. Djúp þekking hans og metnaður í markmannsþjálfun mun nýtast félaginu gríðarlega í þeirri vegferð að halda áfram að hækka kröfur okkar. Í Val eru fjölmargir efnilegir ungir markmenn sem munu njóta góðs af komu Emils. Auk þess er ráðningin lykilhluti af heildarmyndinni enda eru þjálfarateymi karla og kvenna nú fullskipuð fyrir keppnistímabilið 2026,“ segir Gareth Owen, sem ráðinn var tæknilegur yfirmaður Vals í haust, í tilkynningu. Valsmenn hafa á síðustu mánuðum tilkynnt um fjölda nýrra þjálfara og greinenda sem vinna fyrir meistaraflokka félagsins, eftir að hafa byrjað á að tilkynna um komu Hermanns Hreiðarssonar sem nýs aðalþjálfara meistaraflokks karla. Christopher Brazell var ráðinn aðstoðarþjálfari Hermanns og Vignir Snær Stefánsson bættist svo í teymið auk þess að þjálfa 2. flokk karla. Þá kom Eiríkur Raphael Elvy frá Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks inn í þjálfarateymi kvennaliðs Vals, með Matthíasi Guðmundssyni og Hallgrími Heimissyni, og mun auk þess þjálfa 2. flokk kvenna. Kirian Elvira Acosta og Hilmar McShane voru ráðnir inn sem styrktar- og frammistöðuþjálfarar, og þeir Baldivn Orri Friðriksson og Jónas Breki Kristinsson sem greinendur. Valur Besta deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Markmannsþjálfarinn heitir Emil Larsen og kemur til Vals eftir að hafa síðast starfað hjá Íslandsvinunum í Lyngby í Danmörku. Þar þjálfaði hann hjá U17 og U19 liði félagsins og aðstoðaði jafnframt meistaraflokk, segir í tilkynningu Vals, auk þess að starfa fyrir Bröndby og danska knattspyrnusambandið. „Við erum afar ánægð með að fá Emil til liðs við Val. Djúp þekking hans og metnaður í markmannsþjálfun mun nýtast félaginu gríðarlega í þeirri vegferð að halda áfram að hækka kröfur okkar. Í Val eru fjölmargir efnilegir ungir markmenn sem munu njóta góðs af komu Emils. Auk þess er ráðningin lykilhluti af heildarmyndinni enda eru þjálfarateymi karla og kvenna nú fullskipuð fyrir keppnistímabilið 2026,“ segir Gareth Owen, sem ráðinn var tæknilegur yfirmaður Vals í haust, í tilkynningu. Valsmenn hafa á síðustu mánuðum tilkynnt um fjölda nýrra þjálfara og greinenda sem vinna fyrir meistaraflokka félagsins, eftir að hafa byrjað á að tilkynna um komu Hermanns Hreiðarssonar sem nýs aðalþjálfara meistaraflokks karla. Christopher Brazell var ráðinn aðstoðarþjálfari Hermanns og Vignir Snær Stefánsson bættist svo í teymið auk þess að þjálfa 2. flokk karla. Þá kom Eiríkur Raphael Elvy frá Íslands- og bikarmeisturum Breiðabliks inn í þjálfarateymi kvennaliðs Vals, með Matthíasi Guðmundssyni og Hallgrími Heimissyni, og mun auk þess þjálfa 2. flokk kvenna. Kirian Elvira Acosta og Hilmar McShane voru ráðnir inn sem styrktar- og frammistöðuþjálfarar, og þeir Baldivn Orri Friðriksson og Jónas Breki Kristinsson sem greinendur.
Valur Besta deild karla Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira