Hvað er að því að Hafnfirðingar kjósi um stækkun Alcan? 20. nóvember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu 12. nóvember sl. var viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, um stækkunar-áform álversins í Straumsvík. Viðtalið er um margt athyglisvert. Rannveigu virðist svíða það mjög að Hafnfirðingar skuli eiga að fá að kjósa um stækkun álversins. Af máli hennar má ráða að ekkert sé sjálfsagðara en að 460 þúsund tonna risaálver, þriðja stærsta álver í heimi, verði staðsett inni í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Rannveig segir að umræða sem einkennist af upphrópunum sé gagnslítil og að móta þurfi stefnuna með yfirveguðum umræðum. Þessi skoðun er athyglisverð þar sem Alcan hefur hingað til ekki beinlínis fagnað umræðu um stækkunina. Rannveig getur hins vegar ekki stillt sig um að læða inn gamalkunnri hótun þegar hún segir það breytingu hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu eða niður. Flokkast þetta undir yfirvegaða umræðu? Rannveig segir að undirbúningur að stækkuninni hafi staðið frá árinu 1999. Þessi fullyrðing er undarleg í ljósi þess að móðurfélag Alcan hefur ekki enn þá tekið ákvörðun um að stækka í Straumsvík. Eins hefur Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, margoft sagt í ræðu og riti að fyrirtækið væri einungis að búa sig undir hugsanlega stækkun. Spurð um starfsmannamál Alcan segir Rannveig starfsmannastefnu fyrirtækisins vera til fyrirmyndar. Það var og. Ekki veit ég úr hvaða fílabeinsturni forstjórinn stjórnar þar sem öllum má ljóst vera að það er eitthvað að þegar 300 starfsmenn mæta á fund til að styðja við brottrekna félaga sína. Alcan er kannski ekki eins eftirsóknarverður vinnustaður og Rannveig vill vera láta. Það er alveg rétt hjá Rannveigu að umræðan um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík þarf að vera yfirveguð. Þá verða líka öll sjónarmið að fá að koma fram og njóta sannmælis. Það er hins vegar á Rannveigu að skilja að þar sem fyrirtækið er þegar búið að kaupa lóðina og fá starfsleyfi að þá eigi málið að vera nánast frágengið. Það liggur í orðum hennar að athugasemdir fjölmargra Hafnfirðinga séu til þess eins fallnar að tefja málið og skaða hagsmuni Alcan. Hvað með hagsmuni Hafnfirðinga, fólks sem valið hefur sér búsetu í bænum út frá tilteknum forsendum? Er eitthvað óeðlilegt við það að íbúar hafni aukinni mengun, raflínuskógi í bæjarlandinu og mikilli röskun meðan á byggingartíma stendur svo fátt eitt sé talið? Er eitthvað að því að íbúum hugnist ekki að risaálver verði afgerandi kennileiti í bæjarlandinu sem jafnframt myndi þrengja mjög að annarri byggð og takmarka þar með þróun íbúðabyggðar? Hver bað eiginlega um þessa stækkun? Ekki voru það almennir borgarar í Hafnarfirði. Góðir Hafnfirðingar. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel þetta mál og að mynda ykkur skoðun með hagsmuni Hafnarfjarðar til framtíðar að leiðarljósi. Síðast en ekki síst. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að fá að kjósa um þvílíka stórframkvæmd, þá langstærstu í sögu bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 12. nóvember sl. var viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, um stækkunar-áform álversins í Straumsvík. Viðtalið er um margt athyglisvert. Rannveigu virðist svíða það mjög að Hafnfirðingar skuli eiga að fá að kjósa um stækkun álversins. Af máli hennar má ráða að ekkert sé sjálfsagðara en að 460 þúsund tonna risaálver, þriðja stærsta álver í heimi, verði staðsett inni í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Rannveig segir að umræða sem einkennist af upphrópunum sé gagnslítil og að móta þurfi stefnuna með yfirveguðum umræðum. Þessi skoðun er athyglisverð þar sem Alcan hefur hingað til ekki beinlínis fagnað umræðu um stækkunina. Rannveig getur hins vegar ekki stillt sig um að læða inn gamalkunnri hótun þegar hún segir það breytingu hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu eða niður. Flokkast þetta undir yfirvegaða umræðu? Rannveig segir að undirbúningur að stækkuninni hafi staðið frá árinu 1999. Þessi fullyrðing er undarleg í ljósi þess að móðurfélag Alcan hefur ekki enn þá tekið ákvörðun um að stækka í Straumsvík. Eins hefur Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, margoft sagt í ræðu og riti að fyrirtækið væri einungis að búa sig undir hugsanlega stækkun. Spurð um starfsmannamál Alcan segir Rannveig starfsmannastefnu fyrirtækisins vera til fyrirmyndar. Það var og. Ekki veit ég úr hvaða fílabeinsturni forstjórinn stjórnar þar sem öllum má ljóst vera að það er eitthvað að þegar 300 starfsmenn mæta á fund til að styðja við brottrekna félaga sína. Alcan er kannski ekki eins eftirsóknarverður vinnustaður og Rannveig vill vera láta. Það er alveg rétt hjá Rannveigu að umræðan um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík þarf að vera yfirveguð. Þá verða líka öll sjónarmið að fá að koma fram og njóta sannmælis. Það er hins vegar á Rannveigu að skilja að þar sem fyrirtækið er þegar búið að kaupa lóðina og fá starfsleyfi að þá eigi málið að vera nánast frágengið. Það liggur í orðum hennar að athugasemdir fjölmargra Hafnfirðinga séu til þess eins fallnar að tefja málið og skaða hagsmuni Alcan. Hvað með hagsmuni Hafnfirðinga, fólks sem valið hefur sér búsetu í bænum út frá tilteknum forsendum? Er eitthvað óeðlilegt við það að íbúar hafni aukinni mengun, raflínuskógi í bæjarlandinu og mikilli röskun meðan á byggingartíma stendur svo fátt eitt sé talið? Er eitthvað að því að íbúum hugnist ekki að risaálver verði afgerandi kennileiti í bæjarlandinu sem jafnframt myndi þrengja mjög að annarri byggð og takmarka þar með þróun íbúðabyggðar? Hver bað eiginlega um þessa stækkun? Ekki voru það almennir borgarar í Hafnarfirði. Góðir Hafnfirðingar. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel þetta mál og að mynda ykkur skoðun með hagsmuni Hafnarfjarðar til framtíðar að leiðarljósi. Síðast en ekki síst. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að fá að kjósa um þvílíka stórframkvæmd, þá langstærstu í sögu bæjarins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun