Hvalveiðar, hvalkjöt og ferðaþjónusta 24. nóvember 2006 05:00 Frá og með 17. október hófust hvalveiðar í atvinnuskyni og um leið fór að bera á skiptum skoðunum um hvalveiðar. Þjóðin sem hýsti Keiko er nú tekin til við að veiða tegundabræður hans og systur, alþjóð er í uppnámi að því er virðist og talað er um álitshnekki og ímyndarbrest. Ferðaþjónusta hefur gert út á hvalaskoðunarferðir í sívaxandi mæli síðan 1995 og telur Ásbjörn Björgvinsson, formaður hvalaskoðunarsamtakanna, að um atlögu að þessari tegund ferðaþjónustu sé að ræða. Árið 1995 fóru um 2.200 manns í hvalaskoðunarferðir og er sú tala nú komin uppí 90.000 það sem af er þessu ári og er mikill meirihluti erlent ferðafólk. Ásbjörn er ekki einn um að halda því fram að hvalveiðar hafi áhrif á ferðaþjónustu. Clive Stacey, eigandi Discover the World sem kemur með um 9.000 Breta árlega, segist ekki eiga jafn auðvelt með að markaðssetja Íslands fyrir sínum viðskiptavinum með myndir af hvalskurði og hvalveiðum í bakgrunni og ætlar að draga úr fjárfestingu í þeirri markaðssetningu, reyndar svipað og hann sagði 2003 eftir að vísindaveiðar hófust. Sjávarútvegsráðherra segist ekki efast um skammtímaáhrif veiðanna á ferðaþjónustu en gerir lítið úr langtímaáhrifum. Umhverfisráðherra telur að ímynd landsins geti beðið hnekki og ráðherra ferðamála (samgönguráðherra) telur vitað mál að hvalveiðar séu umdeildar en stendur með sinni ríkisstjórn. Í þessari grein vil ég reyna að meta hvað í húfi er fyrir Ísland sem áfangastað ferðamanna í heiminum með tilliti til þeirra fáu athugana sem gerðar hafa verið. Hér vil ég spyrja hvað hæft er í ofangreindum fullyrðingum og hvort ímynd Íslands og ferðaþjónustan muni skaðast af þessari ákvörðun stjórnvalda. Við Háskólann á Akureyri (HA) var unnin könnun fyrir Ferðamálasetur Íslands sumarið 2002. Tveir nemendur við ferðaþjónustubraut viðskipta og raunvísindadeildar HA gerðu könnunina en Hjördís Sigursteinsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsókna- og þróunarsviði HA, vann skýrslu upp úr henni 2003. Könnunin var gerð um borð í hvalaskoðunarskipum á þremur stöðum á landinu og fólk fengið til að svara á „útstíminu", áður en sést hafði til hvala. Af þeim 1.143 sem svöruðu könnuninni sögðu 320 að möguleiki á hvalaskoðun hafi haft áhrif á komu þeirra til landsins, eða 28%. Sá fjöldi sem kemur vegna hvalaskoðunar rímar við frumniðurstöður Rögnvaldar Guðmundssonar hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Hann heldur úti stöðugri könnun meðal erlendra ferðalanga í Leifsstöð. Í sumar spurði hann sértaklega um Norðurland og ímynd þess svæðis fyrir hönd ferðaþjónustuklasa vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Fólk sem komið hafði á Norðurland var beðið að nefna það sem fyrst kom upp í hugann þegar svæðið var nefnt. Flestir, eða 26% svöruðu: hvalaskoðun, Mývatn kom í annað sæti með 21% svarenda. Má nefna að þetta svarhlutfall úr frumgögnum Rögnvaldar sýnir bara góðan árangurs fyrirtækja og einstaklinga á Húsavík í markaðssetningu hvalaskoðunarferða. Rúmlega 2/3 allra svarenda í könnuninni frá 2002 sögðust hafa ákveðið að fara í hvalaskoðun áður en komið var til Íslands. Ef þeir voru spurðir hvort þeir hefðu komið til landsins ef veiðar væru stundaðar sögðust 43% ekki hafa komið. Ef það er hinsvegar hreinsað til með tilliti til samræmis í svörum má búast við að 8% þeirra sem komu til landsins gagngert til að fara í hvalaskoðun hefðu ekki komið ef hvalveiðar væru stundaðar hér. Ef skoðað er samræmið milli könnunar Rögnvaldar og þeirrar frá 2002 má búast við að fjórðungur gesta til landsins hafi einhverjar hugmyndir eða væntingar um hvalaskoðun og ef 8% þeirra hætta við vegna hvalveiða mundi það þýða rúmlega 7.800 færri gesti á næsta ári ef tekin er með 6,4% meðalfjölgun gesta á ári frá 1960. Í könnuninni frá 2002 eru það Bretar og síðan Þjóðverjar sem eru í miklum meirihluta þeirra sem afstöðu taka gegn hvalveiðum, en svo virðist sem hvalaskoðun skipti þá máli öðrum fremur. Ferðamálastofa heldur einnig úti árlegum könnunum meðal farþega í Leifsstöð og samkvæmt henni fóru 36% gesta til landsins í hvalaskoðun sumarið 2002 og 2004. Ef það hlutfall er reiknað líkt og að ofan þýðir það að rúmlega 11.000 mundu hætta við heimsóknir. Þar sem það eru helst Bretar sem sýna þessi viðbrögð má segja að ef aðeins Clive Stacey hættir að selja ferðir til Íslands myndu þessar hrakspár rætast. Burtséð frá talnakúnstum og hrakspám um fækkun ferðafólks hafa flestir látið í ljós áhyggjur um ímynd landsins. Haustið 2004 lagði samgönguráðherra fyrir Alþingi skýrslu um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands í ljósi vísindaveiða, sem hófust síðsumar 2003. Í skýrslunni, sem unnin er af Ferðamálastofu, eru dregnar ályktanir af veltuaukningu í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna sem og umsögnum markaðsaðila í N-Ameríku og Evrópu. Er niðurstaðan að hvalveiðar í vísindaskyni hafi engin merkjanleg áhrif á ímynd landsins sem áfangastaðar. Sömu sögu má segja ef litið er til afkomu hvalaskoðunarfyrirtækja. Svo virðist sem vísindaveiðarnar hafi ekki haft neikvæð áhrif á veltu og umfang starfseminnar. Skrifstofur ferðamálaráðs í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu töldu vísindaveiðarnar ekki hafa áhrif en vara við „sterkum viðbrögðum" ef atvinnuveiðar hæfust. Hinsvegar ber að hafa í huga að það að umfang og velta ferðaþjónustu eykst jafnt og þétt og gestakomum fjölgar ár frá ári vísar aðeins til þess að landið hefur fjölbreyttari merkingu í hugum fólks en aðeins hvalir. Ímynd landsins snýst fyrst og fremst um hreina og óspillta náttúru, enda koma langflestir til að upplifa hana samkvæmt árlegri könnun Ferðamálastofu. Iceland Naturally sem er markaðsátak Ferðamálastofu, utanríkisráðuneytis og átta íslenskra fyrirtækja, leggur áherslu á upplifun óspilltrar náttúru. Þetta átak var kynnt í London daginn eftir tilkynningu sjávarútvegsráðherra á Alþingi og um það leyti sem Hvalur 9 kom á miðin. Annað sjónarhorn markaðsátaksins er sala á hreinum afurðum íslenskrar náttúru. Ef skoðuð er könnunin frá 2002 þá féll í frekar grýttan jarðveg að bjóða hvalkjöt til smökkunar í hvalaskoðunarferð og að bjóða áhorf að hvalaskurði, en það vildu aðeins 15% prófa. Aftur voru það Bretar og Þjóðverjar sem vildu síst standa í slíku. Heilt yfir höfðu þó 30% áhuga á að bragða hvalkjöt, þannig að búast má við að einhverjir vildu snæða það sem þeir höfðu verið að skoða, ekki þó Bretar og Þjóðverjar. Nýleg kynning Iceland Naturally var beint að mörkuðum í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Þar var ekki á dagskrá að bjóða hvalkjöt sem íslenska afurð og því má segja að í ljósi beggja áhersluatriða markaðsátaksins, hreina og óspillta náttúru og sölu á hreinum íslenskum afurðum, séu hvalveiðar í þversögn. Það vita allir sem standa í markaðsmálum og markaðssetningu að heilindi ímyndar skiptir miklu máli fyrir árangur. Skrifstofur ferðamála beggja vegna Atlantsála vara við áhrifum atvinnuveiða þar sem þær sjá að grafið verði undan þeirri ímynd sem nú er kynnt undir slag-orðinu Iceland Naturally. Sama sagði Robert D. Felch frá Iceland Saga Travel (USA) sem Ferðamálastofa fékk til að tala á Ferðamálaráðstefnunni 2006. Hann benti á að hratt fjari undan vistvænni ímynd landsins í ljósi virkjana og atvinnuveiða á hval. Slíkir ímyndabrestir koma kannski ekki fram í tölum eins og þeim sem settar voru fram að ofan. Árlegum fjölda ferðafólks verður hugsanlega viðhaldið og hann eykst, en það sem tölurnar gefa vísbendingu um er að hugsanlega kemur annars konar ferðafólk til landsins. Fólk sem er minna að leita hinnar „hreinu náttúru" og finnst Bláa lónið alveg nógu náttúrulegt. Þannig hefur sjávarútvegsráðherra rétt fyrir sér; skammtímaáhrif verða, en engin áhrif til langs tíma litið, allavega ekki í tölum. Tegundabreyting ferðafólks, ef svo má að orði komast, hefur áhrif á ferðaþjónustu eins og hún er rekin í dag, sumir vinna sumir tapa, spurningin er bara hvort við ættum ekki að huga að ímynd landsins og laga hana að því sem við aðhöfumst í raun. Ímynd byggð á heilindum laðar að fólk sem kemur af heilum hug og það er ferðafólk sem ég vil sjá á Íslandi. Hvalaskoðun hefur þjónað þeirri ímynd landsins sem kynnt hefur verið hingað til afar vel og fengið til landsins fólk sem af heilum hug unnir náttúru. Mér finnst óráð að spilla því. Hinsvegar er mikilsvert fyrir ferðaþjónustu að komast að því hvort þessi tegundabreyting verði raunin og því er afar aðkallandi að ráðist verði í viðamikla könnun meðal ferðafólks strax á næsta ári. Höfundur er forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Frá og með 17. október hófust hvalveiðar í atvinnuskyni og um leið fór að bera á skiptum skoðunum um hvalveiðar. Þjóðin sem hýsti Keiko er nú tekin til við að veiða tegundabræður hans og systur, alþjóð er í uppnámi að því er virðist og talað er um álitshnekki og ímyndarbrest. Ferðaþjónusta hefur gert út á hvalaskoðunarferðir í sívaxandi mæli síðan 1995 og telur Ásbjörn Björgvinsson, formaður hvalaskoðunarsamtakanna, að um atlögu að þessari tegund ferðaþjónustu sé að ræða. Árið 1995 fóru um 2.200 manns í hvalaskoðunarferðir og er sú tala nú komin uppí 90.000 það sem af er þessu ári og er mikill meirihluti erlent ferðafólk. Ásbjörn er ekki einn um að halda því fram að hvalveiðar hafi áhrif á ferðaþjónustu. Clive Stacey, eigandi Discover the World sem kemur með um 9.000 Breta árlega, segist ekki eiga jafn auðvelt með að markaðssetja Íslands fyrir sínum viðskiptavinum með myndir af hvalskurði og hvalveiðum í bakgrunni og ætlar að draga úr fjárfestingu í þeirri markaðssetningu, reyndar svipað og hann sagði 2003 eftir að vísindaveiðar hófust. Sjávarútvegsráðherra segist ekki efast um skammtímaáhrif veiðanna á ferðaþjónustu en gerir lítið úr langtímaáhrifum. Umhverfisráðherra telur að ímynd landsins geti beðið hnekki og ráðherra ferðamála (samgönguráðherra) telur vitað mál að hvalveiðar séu umdeildar en stendur með sinni ríkisstjórn. Í þessari grein vil ég reyna að meta hvað í húfi er fyrir Ísland sem áfangastað ferðamanna í heiminum með tilliti til þeirra fáu athugana sem gerðar hafa verið. Hér vil ég spyrja hvað hæft er í ofangreindum fullyrðingum og hvort ímynd Íslands og ferðaþjónustan muni skaðast af þessari ákvörðun stjórnvalda. Við Háskólann á Akureyri (HA) var unnin könnun fyrir Ferðamálasetur Íslands sumarið 2002. Tveir nemendur við ferðaþjónustubraut viðskipta og raunvísindadeildar HA gerðu könnunina en Hjördís Sigursteinsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsókna- og þróunarsviði HA, vann skýrslu upp úr henni 2003. Könnunin var gerð um borð í hvalaskoðunarskipum á þremur stöðum á landinu og fólk fengið til að svara á „útstíminu", áður en sést hafði til hvala. Af þeim 1.143 sem svöruðu könnuninni sögðu 320 að möguleiki á hvalaskoðun hafi haft áhrif á komu þeirra til landsins, eða 28%. Sá fjöldi sem kemur vegna hvalaskoðunar rímar við frumniðurstöður Rögnvaldar Guðmundssonar hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Hann heldur úti stöðugri könnun meðal erlendra ferðalanga í Leifsstöð. Í sumar spurði hann sértaklega um Norðurland og ímynd þess svæðis fyrir hönd ferðaþjónustuklasa vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Fólk sem komið hafði á Norðurland var beðið að nefna það sem fyrst kom upp í hugann þegar svæðið var nefnt. Flestir, eða 26% svöruðu: hvalaskoðun, Mývatn kom í annað sæti með 21% svarenda. Má nefna að þetta svarhlutfall úr frumgögnum Rögnvaldar sýnir bara góðan árangurs fyrirtækja og einstaklinga á Húsavík í markaðssetningu hvalaskoðunarferða. Rúmlega 2/3 allra svarenda í könnuninni frá 2002 sögðust hafa ákveðið að fara í hvalaskoðun áður en komið var til Íslands. Ef þeir voru spurðir hvort þeir hefðu komið til landsins ef veiðar væru stundaðar sögðust 43% ekki hafa komið. Ef það er hinsvegar hreinsað til með tilliti til samræmis í svörum má búast við að 8% þeirra sem komu til landsins gagngert til að fara í hvalaskoðun hefðu ekki komið ef hvalveiðar væru stundaðar hér. Ef skoðað er samræmið milli könnunar Rögnvaldar og þeirrar frá 2002 má búast við að fjórðungur gesta til landsins hafi einhverjar hugmyndir eða væntingar um hvalaskoðun og ef 8% þeirra hætta við vegna hvalveiða mundi það þýða rúmlega 7.800 færri gesti á næsta ári ef tekin er með 6,4% meðalfjölgun gesta á ári frá 1960. Í könnuninni frá 2002 eru það Bretar og síðan Þjóðverjar sem eru í miklum meirihluta þeirra sem afstöðu taka gegn hvalveiðum, en svo virðist sem hvalaskoðun skipti þá máli öðrum fremur. Ferðamálastofa heldur einnig úti árlegum könnunum meðal farþega í Leifsstöð og samkvæmt henni fóru 36% gesta til landsins í hvalaskoðun sumarið 2002 og 2004. Ef það hlutfall er reiknað líkt og að ofan þýðir það að rúmlega 11.000 mundu hætta við heimsóknir. Þar sem það eru helst Bretar sem sýna þessi viðbrögð má segja að ef aðeins Clive Stacey hættir að selja ferðir til Íslands myndu þessar hrakspár rætast. Burtséð frá talnakúnstum og hrakspám um fækkun ferðafólks hafa flestir látið í ljós áhyggjur um ímynd landsins. Haustið 2004 lagði samgönguráðherra fyrir Alþingi skýrslu um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands í ljósi vísindaveiða, sem hófust síðsumar 2003. Í skýrslunni, sem unnin er af Ferðamálastofu, eru dregnar ályktanir af veltuaukningu í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna sem og umsögnum markaðsaðila í N-Ameríku og Evrópu. Er niðurstaðan að hvalveiðar í vísindaskyni hafi engin merkjanleg áhrif á ímynd landsins sem áfangastaðar. Sömu sögu má segja ef litið er til afkomu hvalaskoðunarfyrirtækja. Svo virðist sem vísindaveiðarnar hafi ekki haft neikvæð áhrif á veltu og umfang starfseminnar. Skrifstofur ferðamálaráðs í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu töldu vísindaveiðarnar ekki hafa áhrif en vara við „sterkum viðbrögðum" ef atvinnuveiðar hæfust. Hinsvegar ber að hafa í huga að það að umfang og velta ferðaþjónustu eykst jafnt og þétt og gestakomum fjölgar ár frá ári vísar aðeins til þess að landið hefur fjölbreyttari merkingu í hugum fólks en aðeins hvalir. Ímynd landsins snýst fyrst og fremst um hreina og óspillta náttúru, enda koma langflestir til að upplifa hana samkvæmt árlegri könnun Ferðamálastofu. Iceland Naturally sem er markaðsátak Ferðamálastofu, utanríkisráðuneytis og átta íslenskra fyrirtækja, leggur áherslu á upplifun óspilltrar náttúru. Þetta átak var kynnt í London daginn eftir tilkynningu sjávarútvegsráðherra á Alþingi og um það leyti sem Hvalur 9 kom á miðin. Annað sjónarhorn markaðsátaksins er sala á hreinum afurðum íslenskrar náttúru. Ef skoðuð er könnunin frá 2002 þá féll í frekar grýttan jarðveg að bjóða hvalkjöt til smökkunar í hvalaskoðunarferð og að bjóða áhorf að hvalaskurði, en það vildu aðeins 15% prófa. Aftur voru það Bretar og Þjóðverjar sem vildu síst standa í slíku. Heilt yfir höfðu þó 30% áhuga á að bragða hvalkjöt, þannig að búast má við að einhverjir vildu snæða það sem þeir höfðu verið að skoða, ekki þó Bretar og Þjóðverjar. Nýleg kynning Iceland Naturally var beint að mörkuðum í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Þar var ekki á dagskrá að bjóða hvalkjöt sem íslenska afurð og því má segja að í ljósi beggja áhersluatriða markaðsátaksins, hreina og óspillta náttúru og sölu á hreinum íslenskum afurðum, séu hvalveiðar í þversögn. Það vita allir sem standa í markaðsmálum og markaðssetningu að heilindi ímyndar skiptir miklu máli fyrir árangur. Skrifstofur ferðamála beggja vegna Atlantsála vara við áhrifum atvinnuveiða þar sem þær sjá að grafið verði undan þeirri ímynd sem nú er kynnt undir slag-orðinu Iceland Naturally. Sama sagði Robert D. Felch frá Iceland Saga Travel (USA) sem Ferðamálastofa fékk til að tala á Ferðamálaráðstefnunni 2006. Hann benti á að hratt fjari undan vistvænni ímynd landsins í ljósi virkjana og atvinnuveiða á hval. Slíkir ímyndabrestir koma kannski ekki fram í tölum eins og þeim sem settar voru fram að ofan. Árlegum fjölda ferðafólks verður hugsanlega viðhaldið og hann eykst, en það sem tölurnar gefa vísbendingu um er að hugsanlega kemur annars konar ferðafólk til landsins. Fólk sem er minna að leita hinnar „hreinu náttúru" og finnst Bláa lónið alveg nógu náttúrulegt. Þannig hefur sjávarútvegsráðherra rétt fyrir sér; skammtímaáhrif verða, en engin áhrif til langs tíma litið, allavega ekki í tölum. Tegundabreyting ferðafólks, ef svo má að orði komast, hefur áhrif á ferðaþjónustu eins og hún er rekin í dag, sumir vinna sumir tapa, spurningin er bara hvort við ættum ekki að huga að ímynd landsins og laga hana að því sem við aðhöfumst í raun. Ímynd byggð á heilindum laðar að fólk sem kemur af heilum hug og það er ferðafólk sem ég vil sjá á Íslandi. Hvalaskoðun hefur þjónað þeirri ímynd landsins sem kynnt hefur verið hingað til afar vel og fengið til landsins fólk sem af heilum hug unnir náttúru. Mér finnst óráð að spilla því. Hinsvegar er mikilsvert fyrir ferðaþjónustu að komast að því hvort þessi tegundabreyting verði raunin og því er afar aðkallandi að ráðist verði í viðamikla könnun meðal ferðafólks strax á næsta ári. Höfundur er forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun