Umsátrið um Frjálslynda flokkinn 30. nóvember 2006 05:00 Innreið Jóns Magnússonar og félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkin vekur athygli. Lengi hefur Jón langað á þing og svo lengi sem elstu menn muna hefur hann tekið þátt í þjóðmálaumræðu. Flokkur hans, Nýtt afl hefur þó aldrei náð mælingu. Honum er staðan ljós. Verkið er vonlaust. Eina leiðin er að ná olnbogarými annars staðar. Hann valdi Frjálslynda flokkinn. Til að ná þar fótfestu hefur hann tryggt sér vinfengi og stuðning þingmanna flokksins sem hann hælir á hvert reipi. Gangur mála er sá, að Jón kemur í Frjálslynda flokkinn án þess að Nýtt afl hafi verið lagt niður. Nýtt afl er þjóðmálafélag sem getur boðið fram til Alþingis. Sem formaður ræður Jón þar öllu og heldur þeim möguleika opnum, þyki honum móttökur kaldar í Frjáslynda flokknum. Hann er í tveim flokkum sem er andstætt reglum stjórnmálaflokka. Hann er því ekki löglegur félagi. Hann leikur tveim skjöldum. Þetta er eins og skipsrán. Hann fer þá óvenjulegu leið að véla yfirmennina á sitt band. Hann skuli sigla með þeim á ný og betri mið, þar muni aflast meira. Er nú stefnunni breytt og farið með löndum. Hásetarnir vita ekki hvert stefnir, en þykir sjórinn gruggugur. Þeir segja ekkert. Þora það ekki af ótta við að vera kjöldregnir, jafnvel hent fyrir borð. Útgerðarstjórinn skilur hvorki upp né niður og þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir að skipinu hafi verið rænt, er honum sagt að vera ekki með neitt múður, það sé mokafli, fiskurinn vænn og ekkert brottkast. Jón er umsvifalaust beðinn afsökunar. Aflinn úr innflytjendaumræðunni kemur í ljós á landsþinginu í janúar. Þá sjáum við hver fengurinn verður og hvaða yfirbragð kemst á flokkinn. Hvort rasistastimpillinn er kominn til að vera. Þangað til segja margir fátt. Á meðan hefur Jón Frjálslynda flokkinn í herkví. Ef fundið er að því, er það móðgun við Jón og hann aftur beðinn afsökunar. Þetta er alveg kostulegt. Jón Magnússon ætlar inn á Alþingi hvað sem það kostar. Þetta er síðasti séns. Hann hefur tryggt sér vinfengi og stuðning sitjandi þingmannanna Frjálslynda flokksins og mun tryggja þeim þau atkvæði sem honum eru tiltæk til endurkjörs. Hann á vísan stuðning þeirra á móti. Komist þeir inn á Alþingi verða þeir Jóni auðveldir viðfangs. Forsmekkur þess blasir við allra augum. Hann mun ríkja yfir hópnum eins og Napóleon. Hér hangir fleira á spýtunnim. Með væntanlegum reglum um fjármögnun á stjórnmálastarfsemi í landinu á Nýtt afl enga möguleika. Innganga Jóns og félaga snýst því einnig um aðgang að fjármunum og eignum Frjálslynda flokksins. Landsþingið verður það nærri kosningum að menn munu reyna allt til að halda friðinn. Það gefur Jóni svigrúm. Það vinnur með honum. Hann á hægar með að tryggja sér fylgi, kemst lengra með sínar áherslur. Þetta veit hann. Þetta er hinn grái leikur Jóns Magnússonar. Hann er klókari en tófan. Nái Jón Magnússon völdum í Frjálslynda flokknum eins og hann stefnir að, er flokkurinn úr sögunni sem frjálslynt umbótaafl og næsta víst að hann verði til sölu á pólitískum uppboðsmarkaði eftir kosningar þar sem stefnumál hans fara endanlega lönd og leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Innreið Jóns Magnússonar og félaga úr Nýju afli í Frjálslynda flokkin vekur athygli. Lengi hefur Jón langað á þing og svo lengi sem elstu menn muna hefur hann tekið þátt í þjóðmálaumræðu. Flokkur hans, Nýtt afl hefur þó aldrei náð mælingu. Honum er staðan ljós. Verkið er vonlaust. Eina leiðin er að ná olnbogarými annars staðar. Hann valdi Frjálslynda flokkinn. Til að ná þar fótfestu hefur hann tryggt sér vinfengi og stuðning þingmanna flokksins sem hann hælir á hvert reipi. Gangur mála er sá, að Jón kemur í Frjálslynda flokkinn án þess að Nýtt afl hafi verið lagt niður. Nýtt afl er þjóðmálafélag sem getur boðið fram til Alþingis. Sem formaður ræður Jón þar öllu og heldur þeim möguleika opnum, þyki honum móttökur kaldar í Frjáslynda flokknum. Hann er í tveim flokkum sem er andstætt reglum stjórnmálaflokka. Hann er því ekki löglegur félagi. Hann leikur tveim skjöldum. Þetta er eins og skipsrán. Hann fer þá óvenjulegu leið að véla yfirmennina á sitt band. Hann skuli sigla með þeim á ný og betri mið, þar muni aflast meira. Er nú stefnunni breytt og farið með löndum. Hásetarnir vita ekki hvert stefnir, en þykir sjórinn gruggugur. Þeir segja ekkert. Þora það ekki af ótta við að vera kjöldregnir, jafnvel hent fyrir borð. Útgerðarstjórinn skilur hvorki upp né niður og þegar hann lýsir áhyggjum sínum yfir að skipinu hafi verið rænt, er honum sagt að vera ekki með neitt múður, það sé mokafli, fiskurinn vænn og ekkert brottkast. Jón er umsvifalaust beðinn afsökunar. Aflinn úr innflytjendaumræðunni kemur í ljós á landsþinginu í janúar. Þá sjáum við hver fengurinn verður og hvaða yfirbragð kemst á flokkinn. Hvort rasistastimpillinn er kominn til að vera. Þangað til segja margir fátt. Á meðan hefur Jón Frjálslynda flokkinn í herkví. Ef fundið er að því, er það móðgun við Jón og hann aftur beðinn afsökunar. Þetta er alveg kostulegt. Jón Magnússon ætlar inn á Alþingi hvað sem það kostar. Þetta er síðasti séns. Hann hefur tryggt sér vinfengi og stuðning sitjandi þingmannanna Frjálslynda flokksins og mun tryggja þeim þau atkvæði sem honum eru tiltæk til endurkjörs. Hann á vísan stuðning þeirra á móti. Komist þeir inn á Alþingi verða þeir Jóni auðveldir viðfangs. Forsmekkur þess blasir við allra augum. Hann mun ríkja yfir hópnum eins og Napóleon. Hér hangir fleira á spýtunnim. Með væntanlegum reglum um fjármögnun á stjórnmálastarfsemi í landinu á Nýtt afl enga möguleika. Innganga Jóns og félaga snýst því einnig um aðgang að fjármunum og eignum Frjálslynda flokksins. Landsþingið verður það nærri kosningum að menn munu reyna allt til að halda friðinn. Það gefur Jóni svigrúm. Það vinnur með honum. Hann á hægar með að tryggja sér fylgi, kemst lengra með sínar áherslur. Þetta veit hann. Þetta er hinn grái leikur Jóns Magnússonar. Hann er klókari en tófan. Nái Jón Magnússon völdum í Frjálslynda flokknum eins og hann stefnir að, er flokkurinn úr sögunni sem frjálslynt umbótaafl og næsta víst að hann verði til sölu á pólitískum uppboðsmarkaði eftir kosningar þar sem stefnumál hans fara endanlega lönd og leið.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar