Eigum ekki að bera okkur saman við Nýsjálendinga 30. nóvember 2006 07:15 Valdimar er búfræðingur sem starfað hefur hjá nýsjálenska landbúnaðarráðuneytinu, verið bankastjóri hjá Landsbankanum nýsjálenska, en starfar nú hjá alþjóðabankanum Rabobank. MYND/GVA Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í einhverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sérfræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrirvaralaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkisstyrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálendingum og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í landbúnaði þar en hér. „Nýsjálendingar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af framleiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálendinga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslendingar að bera sig saman við Danmörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagnrýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Framsal kvóta nýtist bara fyrstu kynslóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í einhverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sérfræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrirvaralaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkisstyrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálendingum og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í landbúnaði þar en hér. „Nýsjálendingar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af framleiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálendinga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslendingar að bera sig saman við Danmörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagnrýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Framsal kvóta nýtist bara fyrstu kynslóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira