Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool 20. desember 2006 00:01 Messi er framtíðarmaður hjá argentínska landsliðinu og spænska stórliðinu Barcelona, sem hann er samningsbundinn til 2014. nordicphotos/getty images Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn tilbúinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liverpool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barcelona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liverpool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfaranum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leikur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evrópumeistar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Maradona. Barcelona tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto"o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. elvargeir@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn tilbúinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liverpool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barcelona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liverpool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfaranum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leikur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evrópumeistar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Maradona. Barcelona tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto"o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. elvargeir@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira