Sport

Þormóður æfir með Stjörnunni

Móði fagnar eftir sigur KR sumarið 2003.
Móði fagnar eftir sigur KR sumarið 2003.

Fyrrverandi fyrirliði KR, Þormóður Egilsson freista þess nú að endurvekja knattspyrnuferil sinn en hann æfir nú með 1. deildarliði Stjörnunnar í Garðabæ. Þormóður lagði skóna á hilluna frægu eftir tímabilið 2003 eftir að KR hampaði Íslandsmeistaratitlinum og sneri sér að lögreglustörfum.

Þormóður sem er orðinn 37 ára segist þó ekki ákveðinn hvað varðar að leika með Stjörnunni á Íslandsmótinu í sumar og að það ráðist af því hvernig formi hann verður í. Þá segir hann að einng hafi komið til greina að æfa með KV, knattspyrnufélagi Vestubæjar. Fótbolti.net greindi frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×