Tim Henman lauk snemma keppni á opna ástralska í þetta skiptiðNordicPhotos/GettyImages
Breski tenniskappinn Tim Henman féll úr keppni í fyrstu umferð opna ástralska meistaramótsins í tennis. Henman tapaði fyrir Rússanum Dmitri Tursanov 7-5, 3-6, 4-6 og 5-7, en Tursanov sló Henman einmitt úr keppni á Wimbledon-mótinu á síðasta ári.