Ökuþórinn Jacques Villeneuve er mjög ánægður með nýja BMW-Sauber bílinn sem hann reynsluók í fyrsta sinn í dag og segist viss um að bíllinn eigi eftir að gera góða hluti á komandi keppnistímabili.
"Maður veit alltaf eftir fyrsta daginn á nýjum bíl hvort hann verði keppnishæfur eða ekki og mér fannst þessi bíll mjög hraður. Hann býr að mínu mati yfir meiri möguleikum til að gera góða hluti en bíllinn í fyrra, sem er mjög jákvætt," sagði sá kanadíski, sem varð heimsmeistari árið 1997.