Kim Clijsters sigraði Martinu Hingis í átta manna úrslitum á opna ástralska meistaramótinu í morgun. Batt hún þar með enda á vonir Hingis um að komast í úrslitaleik mótsins í sjöunda skipti á ferlinum. Hingis, sem er aftur byrjuð að keppa eftir þriggja ára hlé vegna meiðsla, hafði staðið sig vel það sem af er móti en Clijsters var einfaldlega of stór biti fyrir hana að þessu sinni . Clijsters mætir frönsku stúlkunni Amelie Mauresmo í undanúrslitum mótsins.
