Tenniskappinn Roger Federer er kominn í undanúrslit á opna ástralska meistaramótinu eftir að hann vann sigur á Rússanum Nikolay Davydenko í fjórðungsúrslitum í dag 6-4, 3-6, 7-6 og 7-6. Sigurinn var ekki mjög sannfærandi hjá þessum stigahæsta tennisleikara í heimi, en hann náði að klára dæmið og verður að teljast sigurstranglegur á mótinu.
