Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli stúlku. Maðurinn þuklaði á brjóstum hennar og kynfærum þar sem þau dvöldu á heimili bróður mannsins.
Héraðsdómur Vesturlands hafði dæmt manninn til fjögurra mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja mánaða skilorðsbundið þannig að dómur Hæstaréttar er nokkuð vægari en dómur héraðsdóms.