Breski poppsöngvarinn George Michael hefur viðurkennt að hann hafi haft fíkniefni í fórum sínum þegar hann var handtekinn í Lundúnum aðfaranótt sunnudagsins í annarlegu ástandi. Söngvarinn viðurkenndi þetta í gær eftir að bresk blöð greindu frá málinu án þess að staðfesting lögreglu lægi fyrir. Michael segir þetta alfarið sér að kenna og að hann iðrist mjög gjörða sinna. Wham-söngvaranum fyrrverandi var sleppt eftir yfirheyrslur en hann hefur verið boðaður á fund lögreglu í lok næsta mánaðar.
George Michael viðurkennir fíkniefnanotkun

Mest lesið

Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur
Tíska og hönnun



Þau allra nettustu á Met Gala
Tíska og hönnun





Blautir búkar og pylsupartí
Menning
