Fimm leikir eru á dagskrá í A-Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Grindavík og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöll og í Fífunni gerðu Keflavík og Þór Akureyri markalaust jafntefli.
Kl. 17 hófst leikur Víkings R. og KA í Egilshöll. Fjölnir og Fylkir eigast við á sama stað kl. 19 og kl. 20 hefst leikur Íslandsmeistara FH og Víkings frá Ólafsvík í Fífunni.