Heimsmeistarinn í rallakstri, Sebastien Loeb frá Frakklandi, vann í dag sigur í hinu árlega Korsíkuralli sem staðið hefur yfir síðan fyrir helgi. Þetta er annað árið í röð sem Loeb sigrar í þessari keppni, en með sigrinum minnkaði hann forskot Marcus Grönholm á toppi stigakeppni ökumanna til heimsmeistaratitilsins. Loeb, sem ekur á Citroen, varð nærri hálfri mínútu á undan hinum finnska Grönholm sem ekur Ford-bifreið.
