Spænski táningurinn Rafael Nadal vann um helgina það afrek að sigra efsta tennisleikara heims Roger Federer í úrslitum opna meistaramótsins í Monte Carlo. Nadal hafði sigur í þremur settum gegn einu, 6-1, 6-7, 6-3 og 7-6. Leikurinn fór fram á malarvelli, en þar er Nadal nær ósigrandi. Þetta var aðeins annað tap Federer á árinu og komu þau bæði gegn hinum 19 ára gamla Spánverja.
Nadal lagði Federer

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
