Luca di Montezemolo, forseti Ferrari, segir að þýski ökuþórinn Michael Schumacer sé að íhuga að halda áfram keppni í Formúlu 1 í tvö ár til viðbótar. "Ég held að Michael vilji keppa eitt ár í viðbót, en umfram allt sleppa við sömu vangaveltur að ári og því gæti hann allt eins samið út árið 2008," sagði forsetinn. "Við viljum hafa hann áfram og ef hann verður á samkeppnishæfum bíl, held ég að hann kjósi að halda áfram að keppa."
Schumacher íhugar að keppa í tvö ár enn

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
