Kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í New York 2. maí 2006 17:12 MYND/Hari Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Viðskiptaráð Íslands réð fyrir um mánuði hagfræðinginn Fredric Mishkin til þess að vinna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í kjölfar fjölda skýrslna og álita frá erlendum bönkum og greiningardeildum um stöðuna hér á landi. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið skýrsluna með Mishkin undanfarnar þrjár vikur og þar skoða þeir undirstöður íslenska hagkerfisins og hvort hér sé hætta á fjármálakreppu eins og sumar erlendar fjármálastofnanir hafa spáð. Mishkin, sem er prófessor við Columbia-háskóla, er mjög virtur í Bandaríkjunum og hefur meðal annars verið orðaður við stöðu aðstoðarseðlabankastjóra Bandaríkjanna, en hann hefur sérhæft sig í fjármálastöðugleika hagkerfa. Tryggvi segir sól hans hafa risið hátt eftir kreppurnar í Asíu og Suður-Ameríku. Hann hafi til að mynda spáð því á fundi seðlabankastjóra heimsins nokkrum dögum áður en kreppa skall á í SA-Asíu að von væri á henni fljótlega. Skýrslan verður kynnt á fundi í New York á morgun að viðstöddum stórum bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum. Tryggvi vill ekkert gefa upp um efni skýrslunnar en segir að með henni sé verið að bregðast við gangrýnisröddum um skort á upplýsingum um íslenskt efnahagslíf. Nú sé reynt að meta hagfræðina í málinu. Skýrslan sé þó enginn kattarþvottur, íslenskt efnahagslíf fái sína gagnrýni í skýrslunni. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands ætlar á morgun að bregðast við gangrýnisröddum innan lands sem utan og kynna skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið í samvinnu við einn virtasta hagfræðing í heimi á sviði fjármálastjórnar og fjármálastöðugleika. Skýrslan verðir kynnt fyrir bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum í New York og er enginn kattarþvottur fyrir íslenskt efnahagslíf segir forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Viðskiptaráð Íslands réð fyrir um mánuði hagfræðinginn Fredric Mishkin til þess að vinna skýrslu um íslenskt efnahagslíf í kjölfar fjölda skýrslna og álita frá erlendum bönkum og greiningardeildum um stöðuna hér á landi. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið skýrsluna með Mishkin undanfarnar þrjár vikur og þar skoða þeir undirstöður íslenska hagkerfisins og hvort hér sé hætta á fjármálakreppu eins og sumar erlendar fjármálastofnanir hafa spáð. Mishkin, sem er prófessor við Columbia-háskóla, er mjög virtur í Bandaríkjunum og hefur meðal annars verið orðaður við stöðu aðstoðarseðlabankastjóra Bandaríkjanna, en hann hefur sérhæft sig í fjármálastöðugleika hagkerfa. Tryggvi segir sól hans hafa risið hátt eftir kreppurnar í Asíu og Suður-Ameríku. Hann hafi til að mynda spáð því á fundi seðlabankastjóra heimsins nokkrum dögum áður en kreppa skall á í SA-Asíu að von væri á henni fljótlega. Skýrslan verður kynnt á fundi í New York á morgun að viðstöddum stórum bandarískum fjölmiðlum og fjármálamönnum. Tryggvi vill ekkert gefa upp um efni skýrslunnar en segir að með henni sé verið að bregðast við gangrýnisröddum um skort á upplýsingum um íslenskt efnahagslíf. Nú sé reynt að meta hagfræðina í málinu. Skýrslan sé þó enginn kattarþvottur, íslenskt efnahagslíf fái sína gagnrýni í skýrslunni.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira