Blikar með Namibíumann til reynslu
Nýliðar Breiðabliks í Landsbankadeildinni hafa fengið til sín varnarmann til reynslu að nafni Oliver Risser, en hann er namibískur landsliðsmaður og hefur spilað í Þýskalandi undanfarin ár. Risser mun væntanlega verða í liði Blika um helgina þegar liðið mætir KR í æfingaleik. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.