Jónas við stýrið, segir sonur hans 8. maí 2006 17:00 Hljóðupptökur með frásögn ellefu ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að bátinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann. Drengurinn sagðist svo hafa vaknað við óp og rétt á eftir hafi Friðrik Hermannsson, sem fórst í slysinu, fallið niður í lúkar og á fætur hans. Drengurinn sagði að Friðrik hefði þá verið látinn, hann hafi þurfti að ýta honum af sér til að komast upp í bát til hinna skipverjanna. Þar segist drengurinn hafa séð móður sína og Matthildi Harðardóttur, sem síðar drukknaði, þar sem þær sátu við borð. Faðir hans hafi aftur á móti verið við stýrið. Matthildur hafi þessu næst hlaupið niður í lúkar til að vitja Friðriks en það var í síðasta sinn sem drengurinn sá hana á lífi. Drengurinn sagðist svo lítið muna fyrr en hann og móðir hans hafi verið upp á kilinum eftir að bátinn hvolfdi. Þá hafi hann séð Matthildi fljóta látna í sjónum nálægt. Jónas Garðarsson er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við þingfestingu neitaði hann sök en greindi frá því að Matthildur, ekki hann sjálfur, hefði verið við stýri. Harpa Helgadóttir, eiginkona Jónasar, greindi frá því við lögreglu skömmu eftir að slysið átti sér stað að Jónas hefði verið við stýri frá upphafi ferðarinnar til enda. Þeim framburði breytti hún 5. maí og bar við minnisleysi. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Hljóðupptökur með frásögn ellefu ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að bátinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann. Drengurinn sagðist svo hafa vaknað við óp og rétt á eftir hafi Friðrik Hermannsson, sem fórst í slysinu, fallið niður í lúkar og á fætur hans. Drengurinn sagði að Friðrik hefði þá verið látinn, hann hafi þurfti að ýta honum af sér til að komast upp í bát til hinna skipverjanna. Þar segist drengurinn hafa séð móður sína og Matthildi Harðardóttur, sem síðar drukknaði, þar sem þær sátu við borð. Faðir hans hafi aftur á móti verið við stýrið. Matthildur hafi þessu næst hlaupið niður í lúkar til að vitja Friðriks en það var í síðasta sinn sem drengurinn sá hana á lífi. Drengurinn sagðist svo lítið muna fyrr en hann og móðir hans hafi verið upp á kilinum eftir að bátinn hvolfdi. Þá hafi hann séð Matthildi fljóta látna í sjónum nálægt. Jónas Garðarsson er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við þingfestingu neitaði hann sök en greindi frá því að Matthildur, ekki hann sjálfur, hefði verið við stýri. Harpa Helgadóttir, eiginkona Jónasar, greindi frá því við lögreglu skömmu eftir að slysið átti sér stað að Jónas hefði verið við stýri frá upphafi ferðarinnar til enda. Þeim framburði breytti hún 5. maí og bar við minnisleysi.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira