Jónas við stýrið, segir sonur hans 8. maí 2006 17:00 Hljóðupptökur með frásögn ellefu ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að bátinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann. Drengurinn sagðist svo hafa vaknað við óp og rétt á eftir hafi Friðrik Hermannsson, sem fórst í slysinu, fallið niður í lúkar og á fætur hans. Drengurinn sagði að Friðrik hefði þá verið látinn, hann hafi þurfti að ýta honum af sér til að komast upp í bát til hinna skipverjanna. Þar segist drengurinn hafa séð móður sína og Matthildi Harðardóttur, sem síðar drukknaði, þar sem þær sátu við borð. Faðir hans hafi aftur á móti verið við stýrið. Matthildur hafi þessu næst hlaupið niður í lúkar til að vitja Friðriks en það var í síðasta sinn sem drengurinn sá hana á lífi. Drengurinn sagðist svo lítið muna fyrr en hann og móðir hans hafi verið upp á kilinum eftir að bátinn hvolfdi. Þá hafi hann séð Matthildi fljóta látna í sjónum nálægt. Jónas Garðarsson er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við þingfestingu neitaði hann sök en greindi frá því að Matthildur, ekki hann sjálfur, hefði verið við stýri. Harpa Helgadóttir, eiginkona Jónasar, greindi frá því við lögreglu skömmu eftir að slysið átti sér stað að Jónas hefði verið við stýri frá upphafi ferðarinnar til enda. Þeim framburði breytti hún 5. maí og bar við minnisleysi. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Hljóðupptökur með frásögn ellefu ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að bátinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann. Drengurinn sagðist svo hafa vaknað við óp og rétt á eftir hafi Friðrik Hermannsson, sem fórst í slysinu, fallið niður í lúkar og á fætur hans. Drengurinn sagði að Friðrik hefði þá verið látinn, hann hafi þurfti að ýta honum af sér til að komast upp í bát til hinna skipverjanna. Þar segist drengurinn hafa séð móður sína og Matthildi Harðardóttur, sem síðar drukknaði, þar sem þær sátu við borð. Faðir hans hafi aftur á móti verið við stýrið. Matthildur hafi þessu næst hlaupið niður í lúkar til að vitja Friðriks en það var í síðasta sinn sem drengurinn sá hana á lífi. Drengurinn sagðist svo lítið muna fyrr en hann og móðir hans hafi verið upp á kilinum eftir að bátinn hvolfdi. Þá hafi hann séð Matthildi fljóta látna í sjónum nálægt. Jónas Garðarsson er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við þingfestingu neitaði hann sök en greindi frá því að Matthildur, ekki hann sjálfur, hefði verið við stýri. Harpa Helgadóttir, eiginkona Jónasar, greindi frá því við lögreglu skömmu eftir að slysið átti sér stað að Jónas hefði verið við stýri frá upphafi ferðarinnar til enda. Þeim framburði breytti hún 5. maí og bar við minnisleysi.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira