Stefnumót við engil 18. maí 2006 17:40 Ungversku englarnir voru öllu prúðbúnari en Troma skríllinn. Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu. Enginn getur samt áttað sig á því hvað það er sem er bogið við þetta í ár en fólk hefur sammælst um að skella skuldinni á Ron Howard sem er engu að síður hvers manns hugljúfi. Þar fyrir utan dettur svo sem engum til hugar að kvarta yfir þessu þar sem þessi stemning hefur þau áhrif að það gefst tími til að draga andann á milli funda, bíósýninga og viðtala. Maður finnur mest fyrir þessu í bakgarði Grand Hotel en þar var standandi partí öll kvöld með tilheyrandi látum fram eftir nóttu. Howard hefur þó ekkert með Grand partíin að gera og fáum blandast hugur um að rólegheitin þar megi skýra með því að Íslendingagengið sem keyrði fjörið áfram í fyrra er ekki á staðnum í ár. Troma liðið hans Lloyd Kaufman lætur sig hins vegar ekki vanta og fer hamförum fyrir framan hátíðarhöllina tvisvar á dag. Þetta lið er svo tjúllað að maður trúir ekki öðru en að það sé útúrdópað en skemmtileg eru þau það verður ekki af þeim tekið. Lloyd sjálfur er ekki kominn en krakkarnir hans sjá alveg um þetta og spóka sig ýmist hálf nakin eða klædd eins Sid Vicious á vondum degi. Mjög töff. Troma strákunum finnst löngu tímabært að gera víkingamynd og það var lítið mál að selja þeim Egils sögu og ég er ekki frá því að handritsvinnan hafi byrjað strax í nótt eftir að Egill var kynntur til leiks sem brjálaður víkingur sem hefði tekið sig til og ælt upp í leiðinlegan Svía og plokkað úr honum annað augað til þess að lyfta annars fúlu patríi á hærra plan. Þetta steinliggur. Hitti þrjá engla á förnum vegi. Þær eru frá Búdapest og notuðu ásjónu sína til þess að vekja athygli á ungversku myndinni The Real Santa. Buðu mér í bíó og partí. Það getur allt gerst á Cannesjum verst samt að það eru þrjár bíósýningar og tvö partí á sama tíma. Cannes Lífið Menning Mest lesið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu. Enginn getur samt áttað sig á því hvað það er sem er bogið við þetta í ár en fólk hefur sammælst um að skella skuldinni á Ron Howard sem er engu að síður hvers manns hugljúfi. Þar fyrir utan dettur svo sem engum til hugar að kvarta yfir þessu þar sem þessi stemning hefur þau áhrif að það gefst tími til að draga andann á milli funda, bíósýninga og viðtala. Maður finnur mest fyrir þessu í bakgarði Grand Hotel en þar var standandi partí öll kvöld með tilheyrandi látum fram eftir nóttu. Howard hefur þó ekkert með Grand partíin að gera og fáum blandast hugur um að rólegheitin þar megi skýra með því að Íslendingagengið sem keyrði fjörið áfram í fyrra er ekki á staðnum í ár. Troma liðið hans Lloyd Kaufman lætur sig hins vegar ekki vanta og fer hamförum fyrir framan hátíðarhöllina tvisvar á dag. Þetta lið er svo tjúllað að maður trúir ekki öðru en að það sé útúrdópað en skemmtileg eru þau það verður ekki af þeim tekið. Lloyd sjálfur er ekki kominn en krakkarnir hans sjá alveg um þetta og spóka sig ýmist hálf nakin eða klædd eins Sid Vicious á vondum degi. Mjög töff. Troma strákunum finnst löngu tímabært að gera víkingamynd og það var lítið mál að selja þeim Egils sögu og ég er ekki frá því að handritsvinnan hafi byrjað strax í nótt eftir að Egill var kynntur til leiks sem brjálaður víkingur sem hefði tekið sig til og ælt upp í leiðinlegan Svía og plokkað úr honum annað augað til þess að lyfta annars fúlu patríi á hærra plan. Þetta steinliggur. Hitti þrjá engla á förnum vegi. Þær eru frá Búdapest og notuðu ásjónu sína til þess að vekja athygli á ungversku myndinni The Real Santa. Buðu mér í bíó og partí. Það getur allt gerst á Cannesjum verst samt að það eru þrjár bíósýningar og tvö partí á sama tíma.
Cannes Lífið Menning Mest lesið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira