Menning

Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tón­list“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Jóhann Kristófer leggur tónlistarútgáfu sína að veði í deilum sínum við HúbbaBúbba-strákana.
Jóhann Kristófer leggur tónlistarútgáfu sína að veði í deilum sínum við HúbbaBúbba-strákana.

Rapparinn Jóhann Kristófer hefur svarað disslagi sem Eyþór Wöhler í HúbbaBúbba birti í gærkvöldi. Jóhann segir sveitina ekki eiga skilið disslag á móti en hann skorar á þá: Sá sem er seinni til að selja upp jólatónleika sína þarf að hætta að gefa út tónlist.

Eftir að Eyþór Wöhler, annar helmingur Húbbabúbba, og rapparinn Joey Christ baunuðu hvor á annan á mánudag droppaði Wöhler disslaginu „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ á Jóhann í gærkvöldi. 

Eyþór hæddist þar að vinsældum rapparans, sagði hann aldrei vera bókaðan og því hataði hann HúbbaBúbba. Vísir fjallaði um málið í dag og ræddi blaðamaður við stríðandi fylkingar.

Jóhann Kristófer sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif á hann. Inntur erfit svörum við því sagði Eyþór að Jóhann væri með sveitina á heilanum því honum gengi sjálfum ekki eins vel og þeim.

Eigi ekki skilið disslag

Umfjöllunin vakti töluverð viðbrögð og rétt fyrir fjögur nú síðdegis svaraði Jóhann Kristófer fyrir sig á Instagram með myndbandi sem hann titlar „Áskorun á hubabuba“.

„Núna er Eyþór Wöhler búinn að droppa versta disslagi sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég myndi gera disslag á HúbbaBúbba ef þeir ættu það skilið, þeir eiga það bara því miður ekki skilið,“ segir hann í myndbandinu.

„Ég held ég tali fyrir hönd allra þegar ég segi að það væri bara best ef þeir myndu hætta að gera lög. Þar sem er eiginlega verst við þetta er að þeir eru alltaf að gera lög,“ bætir hann við.

Hann leggur því fram áskorun:

„Þeir eru með tónleika 19. desember í Austurbæ, ég er með tónleika 20. Sá sem er seinni til að selja upp tónleikana þarf að hætta að gefa út tónlist þanig ég skora á HúbbaBúbba-menn að taka þátt í þessu með mér. Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist,“ segir hann að lokum.

Við myndbandið, sem um tíu þúsund manns síðastliðinn klukkutímann, skrifar hann: „Losum okkur við þessa gaura fr 🤣“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.