Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2025 16:56 Jóhann Kristófer leggur tónlistarútgáfu sína að veði í deilum sínum við HúbbaBúbba-strákana. Rapparinn Jóhann Kristófer hefur svarað disslagi sem Eyþór Wöhler í HúbbaBúbba birti í gærkvöldi. Jóhann segir sveitina ekki eiga skilið disslag á móti en hann skorar á þá: Sá sem er seinni til að selja upp jólatónleika sína þarf að hætta að gefa út tónlist. Eftir að Eyþór Wöhler, annar helmingur Húbbabúbba, og rapparinn Joey Christ baunuðu hvor á annan á mánudag droppaði Wöhler disslaginu „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ á Jóhann í gærkvöldi. Eyþór hæddist þar að vinsældum rapparans, sagði hann aldrei vera bókaðan og því hataði hann HúbbaBúbba. Vísir fjallaði um málið í dag og ræddi blaðamaður við stríðandi fylkingar. Jóhann Kristófer sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif á hann. Inntur erfit svörum við því sagði Eyþór að Jóhann væri með sveitina á heilanum því honum gengi sjálfum ekki eins vel og þeim. Eigi ekki skilið disslag Umfjöllunin vakti töluverð viðbrögð og rétt fyrir fjögur nú síðdegis svaraði Jóhann Kristófer fyrir sig á Instagram með myndbandi sem hann titlar „Áskorun á hubabuba“. „Núna er Eyþór Wöhler búinn að droppa versta disslagi sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég myndi gera disslag á HúbbaBúbba ef þeir ættu það skilið, þeir eiga það bara því miður ekki skilið,“ segir hann í myndbandinu. „Ég held ég tali fyrir hönd allra þegar ég segi að það væri bara best ef þeir myndu hætta að gera lög. Þar sem er eiginlega verst við þetta er að þeir eru alltaf að gera lög,“ bætir hann við. View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Hann leggur því fram áskorun: „Þeir eru með tónleika 19. desember í Austurbæ, ég er með tónleika 20. Sá sem er seinni til að selja upp tónleikana þarf að hætta að gefa út tónlist þanig ég skora á HúbbaBúbba-menn að taka þátt í þessu með mér. Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist,“ segir hann að lokum. Við myndbandið, sem um tíu þúsund manns síðastliðinn klukkutímann, skrifar hann: „Losum okkur við þessa gaura fr 🤣“ Tónlist Menning Jól Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Eftir að Eyþór Wöhler, annar helmingur Húbbabúbba, og rapparinn Joey Christ baunuðu hvor á annan á mánudag droppaði Wöhler disslaginu „Lag til 32 ára karlmanns sem er með mig á heilanum“ á Jóhann í gærkvöldi. Eyþór hæddist þar að vinsældum rapparans, sagði hann aldrei vera bókaðan og því hataði hann HúbbaBúbba. Vísir fjallaði um málið í dag og ræddi blaðamaður við stríðandi fylkingar. Jóhann Kristófer sagðist lítið pæla í HúbbaBúbba nema hvað tónlist sveitarinnar hefði slæm líkamleg áhrif á hann. Inntur erfit svörum við því sagði Eyþór að Jóhann væri með sveitina á heilanum því honum gengi sjálfum ekki eins vel og þeim. Eigi ekki skilið disslag Umfjöllunin vakti töluverð viðbrögð og rétt fyrir fjögur nú síðdegis svaraði Jóhann Kristófer fyrir sig á Instagram með myndbandi sem hann titlar „Áskorun á hubabuba“. „Núna er Eyþór Wöhler búinn að droppa versta disslagi sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Ég myndi gera disslag á HúbbaBúbba ef þeir ættu það skilið, þeir eiga það bara því miður ekki skilið,“ segir hann í myndbandinu. „Ég held ég tali fyrir hönd allra þegar ég segi að það væri bara best ef þeir myndu hætta að gera lög. Þar sem er eiginlega verst við þetta er að þeir eru alltaf að gera lög,“ bætir hann við. View this post on Instagram A post shared by joey (@jhnnkrstfr) Hann leggur því fram áskorun: „Þeir eru með tónleika 19. desember í Austurbæ, ég er með tónleika 20. Sá sem er seinni til að selja upp tónleikana þarf að hætta að gefa út tónlist þanig ég skora á HúbbaBúbba-menn að taka þátt í þessu með mér. Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist,“ segir hann að lokum. Við myndbandið, sem um tíu þúsund manns síðastliðinn klukkutímann, skrifar hann: „Losum okkur við þessa gaura fr 🤣“
Tónlist Menning Jól Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira