FH yfir í Árbænum
Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-1 gegn Fylki í hálfleik í viðureign liðanna í Landsbankadeildinni. Það var markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson sem kom gestunum yfir á fyrstu mínútu leiksins með marki úr vítaspyrnu og Ármann Smári Björnsson skoraði með glæsilegum skalla á 24. mínútu. Christian Christiansen minnkaði muninn fyrir heimamenn á 30. mínútu eftir skelfileg mistök Daða Lárussonar í marki FH.