Markaveisla af bestu gerð 30. maí 2006 22:22 Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi. Margrét Lára Viðarsdóttir var á skotskónum fyrir Val sem burstuðu arfadapurt lið Fylkis 10-0 í Árbænum. Margrét Lára skoraði fjögur mörk, og hreinlega lék sér að Fylkisvörninni en ekki má gleyma þætti Rakelar Logadóttur sem skoraði þrennu. Auk þess skoraði Guðný Björk Óðinsdóttir tvö mörk og Layfey Jóhannsdóttir eitt KR vann 5-4 sigur á Keflavík í ótrúlegum leik í Vesturbænum. Keflavíkurstúlkur komust í 3-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö mörk og Danko Potovic eitt. Alicia Maxine Wilson og Hólmfríður Magnúsdóttir svöruðu fyrir KR áður en Katrín Ómarsdóttir kom þeim yfir með tveimur mörkum. Keflavíkurstúlkur náðu að jafna leikinn þegar Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði. Þórunn Helga Jónsdóttir skoraði aftur á móti lokamark leiksins , með glæsilegu skoti af 25 metra færi og tryggði KR stigin þrjú, í dramatískum leik þar sem KR-ingurinn Emma Wright fékk meðal annars rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Vanja Stefanovic skoraði þrennu fyrir Blikastúlkur sem rúlluðu yfir stöllur sínar í FH, 8-0 í Kópavoginum. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Sandra Sif Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu allar eitt mark. Þá vann Stjarnan 2-0 sigur á Þór/KA á Akureyri. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kom Stjörnustúlkum yfir á 23. mínútu og Björk Gunnarsdóttir tvöfaldaði markatölu þeirra á þeirri 59. Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, níu stig, og í þriðja sæti sitja Stjörnustúlkur með sex stig. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira
Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi. Margrét Lára Viðarsdóttir var á skotskónum fyrir Val sem burstuðu arfadapurt lið Fylkis 10-0 í Árbænum. Margrét Lára skoraði fjögur mörk, og hreinlega lék sér að Fylkisvörninni en ekki má gleyma þætti Rakelar Logadóttur sem skoraði þrennu. Auk þess skoraði Guðný Björk Óðinsdóttir tvö mörk og Layfey Jóhannsdóttir eitt KR vann 5-4 sigur á Keflavík í ótrúlegum leik í Vesturbænum. Keflavíkurstúlkur komust í 3-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö mörk og Danko Potovic eitt. Alicia Maxine Wilson og Hólmfríður Magnúsdóttir svöruðu fyrir KR áður en Katrín Ómarsdóttir kom þeim yfir með tveimur mörkum. Keflavíkurstúlkur náðu að jafna leikinn þegar Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði. Þórunn Helga Jónsdóttir skoraði aftur á móti lokamark leiksins , með glæsilegu skoti af 25 metra færi og tryggði KR stigin þrjú, í dramatískum leik þar sem KR-ingurinn Emma Wright fékk meðal annars rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Vanja Stefanovic skoraði þrennu fyrir Blikastúlkur sem rúlluðu yfir stöllur sínar í FH, 8-0 í Kópavoginum. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Sandra Sif Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu allar eitt mark. Þá vann Stjarnan 2-0 sigur á Þór/KA á Akureyri. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kom Stjörnustúlkum yfir á 23. mínútu og Björk Gunnarsdóttir tvöfaldaði markatölu þeirra á þeirri 59. Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, níu stig, og í þriðja sæti sitja Stjörnustúlkur með sex stig.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira