Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins hefur staðfest að Jermain Defoe fer með liðinu til Þýskalands. Enn á eftir að koma í ljós hvort Wayne Rooney verður með en það kemur í ljós á miðvikudaginn hvernig staðan er á honum.
" Defoe fer með okkur til Þýskalands. Við vitum ekki hvernig staðan er á Rooney og ég vil hafa hann með til öryggis. Hvað Rooney varðar þá veit ég ekkert meira en þið og þetta kemur í ljós á miðvikudaginn," sagði Eriksson.