KR-ingar lögðu nýliða Breiðabliks 3-2 í lokaleik 5. umferðar Landsbankadeildar karla í kvöld. Rógvi Jacobsen kom heimamönnum yfir 1-0 og þannig var staðan í hálfleik. Kristján Óli Sigurðsson og Marel Baldvinsson (víti) komu Blikum yfir, en Sigmundur Kristjánsson og Grétar Hjartarson tryggðu KR sigurinn með mörkum á 78. og 81. mínútu.
