Bætist við dagskrá Iceland Airwaves 2006 12. júní 2006 12:03 Fjöldi listamanna bætast við dagskrá Iceland Airwaves 2006. Má þar nefna Daníel Ágúst, Jagúar, Eberg, Seabear, Fræ, Jeff Who? og 15 aðra listamenn Daníel Ágúst, Jagúar, Eberg, Stórsveit Nix Noltes, Seabear, Fræ, Dikta, Sometime, Jeff Who? og sigurvegar Músíktilrauna Foreign Monkeys eru meðal þeirra 21 listamanna sem nú bætast við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves 2006. Hátíðin fer fram í áttunda sinn í miðborg Reykjavíkur daganna 18-22 október. Alls munu yfir 130 listamenn og hljómsveitir munu koma fram - þar af yfir 100 íslenskar. Þegar hafa hljómsveitirnar Kaiser Chiefs (Bretland), Wolf Parade (Kanada), Brazilian Girls (Frakkland/Bandaríkin), Jenny Wilson (Svíþjóð), Love is All (Sviþjóð), Mugison, Leaves, Jakobínarína, Apparat Organ Quartet, Benni Hemm Hemm, Sign, Hermigervill, Mammút, Dr. Spock, Reykjavík!, Mr. Silla og Kalli úr Without Gravity staðfest þátttöku á Airwaves hátíðinni í ár. Nú bætast við 21 innlend númer sem eru; Daníel Ágúst, Benny Crespo's Gang, Dikta, Eberg, Fræ, Gavin Portland, Hairdctor, Future Future, Foreign Monkeys, Forgotten Lores, Jagúar, Jan Mayen, Jeff Who?, Lára, Ozy, Ruxpin, Seabear, Skakkamanage, Sometime, Stórsveit Nix Noltes og Wulfgang. Enn er hægt að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves, en tekið verður við umsóknum fram til 10. júlí. Til að sækja um að koma fram á hátíðinni þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Eins og áður sagði er msóknarfrestur er til 10. júlí og vill Hr. Örlygur, skipuleggjandi hátíðarinnar, leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 -------------------------------------------------------------------------------- Í þeim hópi þeirra listamanna sem nú bætast við dagskrá Iceland Airwaves kennir ýmissa grasa. Seabear, Fræ, Sometime, Gavin Portland og Foreign Monkeys - sem hafa aldrei spilað á Airwaves hátíðinni áður - hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri fyrir lagasmíðar sínar og tónleika. Lög Fræ, "Freðinn hálviti" og "Dramatísk rómantísk" hafa náð miklum vinsældum og fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Eyðilegðu þig smá, er að koma út í dag mánudaginn 12. júní. Seabear, sem nýlega gaf út Singing Arc EP, hitaði upp fyrir New York bandið The Books í Berlín í febrúar og spilaði á tónleikum með Apparat Organ Quartet og Benna Hemm Hemm í París í síðasta mánuði. Sveitin hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að deila smáskífu með Grizzly Bear (Warp Records) - þar sem hvor hljómsveitin átti eitt lag á á sitthvorri hliðinni á 7" vínyl skífu sem Tomblab Records gaf út. Vegur og virðing rokksveitana Future Future [mynd], Benny Crespo's Gang Gang og Wulfgang hefur vaxið mikið frá því þær komu fram á síðustu Airwaves hátíð á einum minni tónleikastöðum hátíðarinnar; Grand rokk. Þær hafa allar átt smelli á vinsældarlistum rokkstöðvana XFM og X-ins og verið duglegar við tónleikahald síðustu mánuði. Það sama má segja um rokksveitina Dikta sem hefur fengið góða dóma fyrir sína fyrstu breiðskífu Hunting for Happiness og gerði það gott í tónleikaferð Rásar 2 um landið fyrir skemmstu ásamt Ampop og Hermigervli. Eberg gaf í lok síðasta mánaðar út breiðskífuna VoffVoff í Bretlandi, en hún fengið prýðisdóma. Tímaritið Clash Magazine lýsir henni sem "atmospheric master piece with oozes of quality" og The Independent gefur henni 4 stjörnum af 5 og segir að hér sé á ferð "one of the most original laptop troubadours around" (http://enjoyment.independent.co.uk/music/reviews/article359004.ece). Þann 1. maí útvarpaði BBC Radio 1 live upptökum af nokkrum laga Ebergs sem hann gerði sérstaklega fyrir stöðina. Í byrjun september mun hann spila á tónlistarhátíðinni Bestival sem fer fram á Isle of Wight (www.bestival.net). Lára er nýbúin að senda frá sér sína aðra breiðskífu, Þögn, sem kemur út undir merkjum Dennis Records hjá Senu. Lífið Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Fjöldi listamanna bætast við dagskrá Iceland Airwaves 2006. Má þar nefna Daníel Ágúst, Jagúar, Eberg, Seabear, Fræ, Jeff Who? og 15 aðra listamenn Daníel Ágúst, Jagúar, Eberg, Stórsveit Nix Noltes, Seabear, Fræ, Dikta, Sometime, Jeff Who? og sigurvegar Músíktilrauna Foreign Monkeys eru meðal þeirra 21 listamanna sem nú bætast við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves 2006. Hátíðin fer fram í áttunda sinn í miðborg Reykjavíkur daganna 18-22 október. Alls munu yfir 130 listamenn og hljómsveitir munu koma fram - þar af yfir 100 íslenskar. Þegar hafa hljómsveitirnar Kaiser Chiefs (Bretland), Wolf Parade (Kanada), Brazilian Girls (Frakkland/Bandaríkin), Jenny Wilson (Svíþjóð), Love is All (Sviþjóð), Mugison, Leaves, Jakobínarína, Apparat Organ Quartet, Benni Hemm Hemm, Sign, Hermigervill, Mammút, Dr. Spock, Reykjavík!, Mr. Silla og Kalli úr Without Gravity staðfest þátttöku á Airwaves hátíðinni í ár. Nú bætast við 21 innlend númer sem eru; Daníel Ágúst, Benny Crespo's Gang, Dikta, Eberg, Fræ, Gavin Portland, Hairdctor, Future Future, Foreign Monkeys, Forgotten Lores, Jagúar, Jan Mayen, Jeff Who?, Lára, Ozy, Ruxpin, Seabear, Skakkamanage, Sometime, Stórsveit Nix Noltes og Wulfgang. Enn er hægt að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves, en tekið verður við umsóknum fram til 10. júlí. Til að sækja um að koma fram á hátíðinni þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Eins og áður sagði er msóknarfrestur er til 10. júlí og vill Hr. Örlygur, skipuleggjandi hátíðarinnar, leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 -------------------------------------------------------------------------------- Í þeim hópi þeirra listamanna sem nú bætast við dagskrá Iceland Airwaves kennir ýmissa grasa. Seabear, Fræ, Sometime, Gavin Portland og Foreign Monkeys - sem hafa aldrei spilað á Airwaves hátíðinni áður - hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri fyrir lagasmíðar sínar og tónleika. Lög Fræ, "Freðinn hálviti" og "Dramatísk rómantísk" hafa náð miklum vinsældum og fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Eyðilegðu þig smá, er að koma út í dag mánudaginn 12. júní. Seabear, sem nýlega gaf út Singing Arc EP, hitaði upp fyrir New York bandið The Books í Berlín í febrúar og spilaði á tónleikum með Apparat Organ Quartet og Benna Hemm Hemm í París í síðasta mánuði. Sveitin hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að deila smáskífu með Grizzly Bear (Warp Records) - þar sem hvor hljómsveitin átti eitt lag á á sitthvorri hliðinni á 7" vínyl skífu sem Tomblab Records gaf út. Vegur og virðing rokksveitana Future Future [mynd], Benny Crespo's Gang Gang og Wulfgang hefur vaxið mikið frá því þær komu fram á síðustu Airwaves hátíð á einum minni tónleikastöðum hátíðarinnar; Grand rokk. Þær hafa allar átt smelli á vinsældarlistum rokkstöðvana XFM og X-ins og verið duglegar við tónleikahald síðustu mánuði. Það sama má segja um rokksveitina Dikta sem hefur fengið góða dóma fyrir sína fyrstu breiðskífu Hunting for Happiness og gerði það gott í tónleikaferð Rásar 2 um landið fyrir skemmstu ásamt Ampop og Hermigervli. Eberg gaf í lok síðasta mánaðar út breiðskífuna VoffVoff í Bretlandi, en hún fengið prýðisdóma. Tímaritið Clash Magazine lýsir henni sem "atmospheric master piece with oozes of quality" og The Independent gefur henni 4 stjörnum af 5 og segir að hér sé á ferð "one of the most original laptop troubadours around" (http://enjoyment.independent.co.uk/music/reviews/article359004.ece). Þann 1. maí útvarpaði BBC Radio 1 live upptökum af nokkrum laga Ebergs sem hann gerði sérstaklega fyrir stöðina. Í byrjun september mun hann spila á tónlistarhátíðinni Bestival sem fer fram á Isle of Wight (www.bestival.net). Lára er nýbúin að senda frá sér sína aðra breiðskífu, Þögn, sem kemur út undir merkjum Dennis Records hjá Senu.
Lífið Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira