Sprengja sprakk í miðbæ Istanbúl í morgun. (LUM) Sprengjunni hafði verið komið fyrir í ruslatunnu fyrir utan stoppistöð strætisvagna á leið til helstu ferðamannastaða borgarinnar.
Þrír eru taldir slasaðir en ekki er vitað hversu illa. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni.