Lífið

SS bakhjarl "Einnar með öllu" á Akureyri

Friðrik Eysteinsson og Sigurbjörn Sveinsson við undirritun samningsins
Friðrik Eysteinsson og Sigurbjörn Sveinsson við undirritun samningsins
Vinir Akureyrar og Sláturfélag Suðurlands undirrituðu í dag samning sem felur í sér að SS bætist í hóp öflugra fyrirtækja sem eru bakhjarlar Fjölskylduhátíðarinnar "Ein með öllu," sem haldin hefur verið undanfarin fimm ár á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Samningurinn felur í sér að SS gerist einn af helstu bakhjörlum hátíðarinnar næstu þrjú árin.

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hefur undanfarin ár verið langstærsta hátíðin hér á landi sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgina. Undirbúningur er nú í fullum gangi og allt stefnir í að hátíðin verði enn glæsilegri en áður.

"Vinir Akureyrar bjóða SS velkomið í góðan hóp þeirra bakhjarla sem styðja við hátíðina. Það er mikill fengur af þessu öfluga fyrirtæki og aðkoma þess segir okkur að við erum að gera góða hluti," segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður áhugamannafélagsins Vinir Akureyrar sem stendur að hátíðinni.

Friðrik Eysteinsson, markaðs- og sölustjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að reynsla síðustu ára hafi sýnt að "Ein með öllu!" sé langstærsta hátíðin á landinu og þar að auki sú hátíð sem hafi farið best fram. "Við væntum okkur góðs af samstarfinu og munum leggja okkar af mörkum til að efla hátíðina enn frekar á þeim fjölskylduvæna grunni sem hún byggir," segir hann.

Friðrik Eysteinsson og Sigurbjörn Sveinsson við undirritun samningsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×