Valsmenn og Keflvíkingar skildu jafnir 0-0 í fyrsta leik 8. umferðarinnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn var spilaður við kjöraðstæður í blíðunni í Laugardalnum, en engin mörk litu dagsins ljós og liðin skiptu með sér stigunum. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld.
