Alþjóðleg sýn 22. júní 2006 16:00 Myndlistarsýningin Alþjóðleg sýn/ International View 2006 verður opnuð laugardaginn 1.júlí kl. 15. í Listasal Mosfellinga og alþjóðleg vinnusmiðja/ International Workwhop 2006 verður opnuð föstudaginn 7.júlí kl. 20. Þrúðvangi, Álafossvegi 20, Mosfellsbæ. Þátttakendur sýningarinnar eru listamennirnir: Asa Hojer, Bertine Knudsen, Bodil Rosenberg (Danmörk), Cormac Healy (Írland), Wiebe Bloemena, Nico Lootsma, Ellen Timmerman (Holland), Giovanna Martinelli (Ítalía), Laufey Pálsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir (Ísland). Um er að ræða myndlistarsýningu og vinnusmiðju 13 myndlistarmanna frá 5 Evrópulöndum sem stendur yfir dagana 29.júní til 10.júlí. Myndlistarsýningin verður haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarnanum að Þverholti 2. Listamennirnir koma með verk að heiman sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Á meðan dvöl erlendu listamannanna stendur vinna þeir með íslensku listamönnunum í vinnusmiðju í Listsalnum í Þrúðvangi Álafosskvosinni. Unnið verður undir vinnuheitinu "View" eða "Sýn" þar sem sjónum er beint að landi og þjóð með ýmiss konar skissuvinnu og teikningum og fleiri óvæntum uppákomum. Gera má ráð fyrir að listamennirnir sjálfir verði fyrir áhrifum af íslenskri náttúru sem gæti speglast með einhverjum hætti í verkum þeirra. Kjarni þessa fjölþjóða hóps sem sýnir hér verk sín varð til 1997 þegar þeir tóku þátt í International Artist Plenary í Dzukija, Varena, Litháen. Listsamtök í Litháen buðu listamönnunum í heimsókn með það að markmiði að efla kynni og tengsl Litháa við aðrar þjóðir. Síðan þá hefur hópurinn komið saman í ýmsum löndum við ólíkar aðstæður, vaxið og endurnýjast. Alþjóðlegi listahópurinn hefur nú tekið þátt í átta mismunandi verkefnum í sex löndum. Hér á landi á Listasumri ´98 sýning í Deiglunni. Þá vann listhópurinn sameiginlega að tilraunum með ýmis jarðefni úr íslenskri náttúru í Ketilhúsinu á Akureyri. 1999 Noorderlicht, sýning í Lambooijhuis Hengelo og workshop í Oldenzhal í Hollandi; 2000 Nordlys, sýning í Danmörku Gallerie Pi í Kaupmannahöfn; 2002 workshop og málstofa á hinu virta menningarsetri The Tyrone Guthrie Centre á Írlandi. Árið 2004 var sýning og workshop í Hollandi, PIP- Painting in Progress í listamiðstöðinni Kanaal 10, Plantagedoklaan 8 til 12 í Amsterdam. Á þeirri opnun var framinn hljóðgjörningur af þátttakendum undir stjórn Asu Hojer. Í lokin var framinn dansgjörningur á vegum Magpie Music Dance Company undir stjórn Katie Duck og tengdist gjörningurinn myndlistarverki Nico Lootsma, Trash town. Síðast en ekki síst var í ágúst 2005 haldin sýning og vinnusmiðja, International Artist-Plenary, í listamiðstöðinni La Minoterie, NAYART, í borginni Nay undir Píreneafjöllum í Frakklandi. Áætlað er að Alþjóðlegi listahópurinn hittist og haldi verkefninu áfram 2008 í Granada og Capileira, Las Alpujarras, Sierra Nevada, Spáni undir stjórn ljósmyndarans og grafiklistamannsins Henrik Boegh og fjöllistamannsins Aase Hojer. Lífið Menning Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
Myndlistarsýningin Alþjóðleg sýn/ International View 2006 verður opnuð laugardaginn 1.júlí kl. 15. í Listasal Mosfellinga og alþjóðleg vinnusmiðja/ International Workwhop 2006 verður opnuð föstudaginn 7.júlí kl. 20. Þrúðvangi, Álafossvegi 20, Mosfellsbæ. Þátttakendur sýningarinnar eru listamennirnir: Asa Hojer, Bertine Knudsen, Bodil Rosenberg (Danmörk), Cormac Healy (Írland), Wiebe Bloemena, Nico Lootsma, Ellen Timmerman (Holland), Giovanna Martinelli (Ítalía), Laufey Pálsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Ólöf Oddgeirsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir (Ísland). Um er að ræða myndlistarsýningu og vinnusmiðju 13 myndlistarmanna frá 5 Evrópulöndum sem stendur yfir dagana 29.júní til 10.júlí. Myndlistarsýningin verður haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarnanum að Þverholti 2. Listamennirnir koma með verk að heiman sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Á meðan dvöl erlendu listamannanna stendur vinna þeir með íslensku listamönnunum í vinnusmiðju í Listsalnum í Þrúðvangi Álafosskvosinni. Unnið verður undir vinnuheitinu "View" eða "Sýn" þar sem sjónum er beint að landi og þjóð með ýmiss konar skissuvinnu og teikningum og fleiri óvæntum uppákomum. Gera má ráð fyrir að listamennirnir sjálfir verði fyrir áhrifum af íslenskri náttúru sem gæti speglast með einhverjum hætti í verkum þeirra. Kjarni þessa fjölþjóða hóps sem sýnir hér verk sín varð til 1997 þegar þeir tóku þátt í International Artist Plenary í Dzukija, Varena, Litháen. Listsamtök í Litháen buðu listamönnunum í heimsókn með það að markmiði að efla kynni og tengsl Litháa við aðrar þjóðir. Síðan þá hefur hópurinn komið saman í ýmsum löndum við ólíkar aðstæður, vaxið og endurnýjast. Alþjóðlegi listahópurinn hefur nú tekið þátt í átta mismunandi verkefnum í sex löndum. Hér á landi á Listasumri ´98 sýning í Deiglunni. Þá vann listhópurinn sameiginlega að tilraunum með ýmis jarðefni úr íslenskri náttúru í Ketilhúsinu á Akureyri. 1999 Noorderlicht, sýning í Lambooijhuis Hengelo og workshop í Oldenzhal í Hollandi; 2000 Nordlys, sýning í Danmörku Gallerie Pi í Kaupmannahöfn; 2002 workshop og málstofa á hinu virta menningarsetri The Tyrone Guthrie Centre á Írlandi. Árið 2004 var sýning og workshop í Hollandi, PIP- Painting in Progress í listamiðstöðinni Kanaal 10, Plantagedoklaan 8 til 12 í Amsterdam. Á þeirri opnun var framinn hljóðgjörningur af þátttakendum undir stjórn Asu Hojer. Í lokin var framinn dansgjörningur á vegum Magpie Music Dance Company undir stjórn Katie Duck og tengdist gjörningurinn myndlistarverki Nico Lootsma, Trash town. Síðast en ekki síst var í ágúst 2005 haldin sýning og vinnusmiðja, International Artist-Plenary, í listamiðstöðinni La Minoterie, NAYART, í borginni Nay undir Píreneafjöllum í Frakklandi. Áætlað er að Alþjóðlegi listahópurinn hittist og haldi verkefninu áfram 2008 í Granada og Capileira, Las Alpujarras, Sierra Nevada, Spáni undir stjórn ljósmyndarans og grafiklistamannsins Henrik Boegh og fjöllistamannsins Aase Hojer.
Lífið Menning Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira