Renault-ökumennirnir Fernando Alonso og Giancarlo Fisichella náðu bestum tíma allra á lokaæfingunum fyrir tímatökurnar í Montreal-kappakstrinum. Heimsmeistarinn Alonso hefur aldrei komist á verðlaunapall í Kanada, en hefur verið í fantaformi á æfingunum og er til alls líklegur í þetta sinn.
