Lífið

Í spegli Íslands

MYND/George Steuart Mackenzies

Miðvikudaginn 28. júní kl. 12 á hádegi heldur Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur erindi í bókasal Þjóðmenningarhússins í tilefni af opnun sýningar þar um skrif erlendra manna um Ísland og Íslendinga fyrr á öldum. Sýningin nefnist "Í spegli Íslands" og tekur til skrifa allt frá 16. öld. Sumarliði kallar erindi sitt aftur á móti Carta Marina og ímyndir Íslands.

Carta Marina er Norðurlandakort eftir Svíann Olaus Magnus, gert í Róm á fyrri hluta 16. aldar. Olaus dregur ekki aðeins upp mynd af löndunum heldur greinir frá ýmsu sem hann telur sig vita um þau. Sumarliði skoðar hvaða hugmyndir hann hefur um Ísland, hvernig þessar hugmyndir hafa enst og hvort sjá megi þær í umfjöllun um Ísland í samtímanum. Jafnframt veltir Sumarliði fyrir sér spurningunni um hvernig hugmyndirnar um Ísland urðu til.

Allir er velkomnir að hlýða á erindið og þiggja veitingar við opnunina. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn setur sýninguna upp í bókasal og stendur hún til 13. ágúst nk.

 

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×