Gott skipulag er gulli betra 1. júlí 2006 10:00 Mynd/hh Hef aðeins verið að spá í allt skipulagið sem fylgir svona hátíð. Þetta er ekkert lítið batterí, 75.000 tónleikagestir, 180 hljómsveitir og hellingur af ýmiskonar uppákomum þar að auki. Þeir eru vissulega í æfingu danirnir enda er þetta er þrítugastaogsjötta festivalið sem haldið er. 22.000 sjálfboðaliðar vinna á hátíðinni, enda er varla hægt að þverfóta hér fyrir "appelsínugula" fólkinu sem vill manni bara vel. Svo er skemmtilegur andi sem svífur hér yfir í litla "festivalsbænum", lögð áhersla á að ganga vel um og að allir hugsi vel um sig og aðra. Allur ágóði rennur til mannúðar- og menningarmála, en í ár er lögð áhersla á að vinna gegn þrælahaldi og er þar lögð áhersla á aðstoða íbúa Kambdíu. Veit ekki hvað svæðið er stórt, en hér er sko að finna ýmislegt annað en tónleikasvið. T.d veitingastaði, sirkus bíó, karókí ferðabíl frá alnæmissamtökunum, fatabúðir, koteilbari og dansstaði, vatn sem má fiska í, netkaffihús, nuddstofu, apótek, það er meira að segja hægt að fara á fræðslufundi og læra sögu. Nei ég er ekki búin að fara, en hver veit. Hvert atriði er þaulskipulagt. Maður fær bara í hendur eina góða þykka bók, biblíu festivalsins og manni eru allir vegir færir. Hvar maður baðar sig, tannburstar, grillar, tjillar, gerir þarfir sínar, horfir á bíómynd, syngur í karokí, hittir vinina ef maður týnist, fær sér að borða, drekka, kaupir sér spariföt nú eða bara bjór í glas. Allt einfalt og þægilegt og ekkert stress.Tónleikasvæðið og tjaldstæðið er aðskilið með girðingu og auðvelt að komast á milli þeirra ef það sem maður vill sjá kemur upp á sama tíma. Það er líka margt annað sem er auðvelt, t.d að kaupa sér sex bjóra í einu og halda á þeim í "bréfatösku", svo má líka stytta sér stundirnar og týna upp notuð glös en fyrir 30 stk má fá einn kaldann. Ég held að hér séu flestir frá Norðurlöndunum, norðmenn, svíar og e.t.v Þjóðverjar eru hvað mest áberandi á þeim svæðum sem ég hef komið. Í nótt þegar ég sofnaði voru t.d sönglandi norðmenn hægrameginn við tjaldið og íslendingar vinstrameginn. Það er þetta sem gerir svona hátíð skemmtilega, hvernig allir eru einhvernveginn saman, maður þekkir engann, en samt eru allir vinir manns. Hér er líka skemmtileg blanda af fólki, allt frá jakkafataklæddum mönnum með bindi, til nakta mannsins með slagorð málað á bakið á sér, öll flóran eins og sagt er.. Jæja rokin útí góða veðrið… Hilsen, Hadda Hróarskelda Lífið Menning Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Hef aðeins verið að spá í allt skipulagið sem fylgir svona hátíð. Þetta er ekkert lítið batterí, 75.000 tónleikagestir, 180 hljómsveitir og hellingur af ýmiskonar uppákomum þar að auki. Þeir eru vissulega í æfingu danirnir enda er þetta er þrítugastaogsjötta festivalið sem haldið er. 22.000 sjálfboðaliðar vinna á hátíðinni, enda er varla hægt að þverfóta hér fyrir "appelsínugula" fólkinu sem vill manni bara vel. Svo er skemmtilegur andi sem svífur hér yfir í litla "festivalsbænum", lögð áhersla á að ganga vel um og að allir hugsi vel um sig og aðra. Allur ágóði rennur til mannúðar- og menningarmála, en í ár er lögð áhersla á að vinna gegn þrælahaldi og er þar lögð áhersla á aðstoða íbúa Kambdíu. Veit ekki hvað svæðið er stórt, en hér er sko að finna ýmislegt annað en tónleikasvið. T.d veitingastaði, sirkus bíó, karókí ferðabíl frá alnæmissamtökunum, fatabúðir, koteilbari og dansstaði, vatn sem má fiska í, netkaffihús, nuddstofu, apótek, það er meira að segja hægt að fara á fræðslufundi og læra sögu. Nei ég er ekki búin að fara, en hver veit. Hvert atriði er þaulskipulagt. Maður fær bara í hendur eina góða þykka bók, biblíu festivalsins og manni eru allir vegir færir. Hvar maður baðar sig, tannburstar, grillar, tjillar, gerir þarfir sínar, horfir á bíómynd, syngur í karokí, hittir vinina ef maður týnist, fær sér að borða, drekka, kaupir sér spariföt nú eða bara bjór í glas. Allt einfalt og þægilegt og ekkert stress.Tónleikasvæðið og tjaldstæðið er aðskilið með girðingu og auðvelt að komast á milli þeirra ef það sem maður vill sjá kemur upp á sama tíma. Það er líka margt annað sem er auðvelt, t.d að kaupa sér sex bjóra í einu og halda á þeim í "bréfatösku", svo má líka stytta sér stundirnar og týna upp notuð glös en fyrir 30 stk má fá einn kaldann. Ég held að hér séu flestir frá Norðurlöndunum, norðmenn, svíar og e.t.v Þjóðverjar eru hvað mest áberandi á þeim svæðum sem ég hef komið. Í nótt þegar ég sofnaði voru t.d sönglandi norðmenn hægrameginn við tjaldið og íslendingar vinstrameginn. Það er þetta sem gerir svona hátíð skemmtilega, hvernig allir eru einhvernveginn saman, maður þekkir engann, en samt eru allir vinir manns. Hér er líka skemmtileg blanda af fólki, allt frá jakkafataklæddum mönnum með bindi, til nakta mannsins með slagorð málað á bakið á sér, öll flóran eins og sagt er.. Jæja rokin útí góða veðrið… Hilsen, Hadda
Hróarskelda Lífið Menning Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira