Lenka Mátéová og Peter Máté í Reykholtskirkju 7. júlí 2006 15:00 Laugardaginn 8. júlí kl. 17.00 verða haldnir aðrir tónleikar af sjö í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju og FÍO 2006. Á tónleikunum leika Lenka Mátéová á orgelið og Peter Máté á flygilinn. Á efnisskránni eru verk eftir: J.S.Bach, F. Mendelssohn Bartholdy, F.Chopin, L. Janácek M. Reger Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi við Conservatory í Kromeríz og mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hún til margra verðlauna í heimalandi sínu en hefur leikið einleik í Rússlandi og Þýskalandi. Lenka hefur starfað á Íslandi frá 1990 og er nú organisti og kórstjóri við Fella- og Hólakirkju. Hún hefur einnig tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram sem einleikari. Peter Máté er fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu, hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989. Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Orgel Reykholtskirkju var smíðað fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th. Frobenius & Co í Kaupmannahöfn árið 1934 og var í henni til 1985 að skipt var um orgel. Þá var það keypt af Reykholtssöfnuði og geymt til uppsetningar í hinni nýju kirkju sem þá var ákveðið að reisa. Sama verksmiðja og smíðaði orgelið upphaflega gerði það upp fyrir Reykholtskirkju og var það sett upp í byrjun liðins árs og vígt á páskum 2002. Orgelið er 26 radda með þremur hljómborðum og fótspili. Orgelið er kallað að hluta til „mekanískt" og að hluta „pneumatískt" (loftknúið). Það þýðir að aflflutningur frá nótunum, sem organleikarinn styður á þegar hann spilar, að lokum þeim sem opna fyrirloftstrauminn í pípurnar, fer sumpart fram með beinni tengingu og sumpart með loftstraumi. Aflflutningur í raddskipan og raddblöndun orgelsins er með loftstraumi frá stillihnöppunum við hljómborðin að röddunum sem eru ýmist djúpar eða háar og með mismunandi blæ eftir stærð og gerð pípanna í hverri rödd. Viðgerð orgelsins tókst vel og hinn sérstaki tónn þess sem kemur mörgum kunnuglega fyrir eyru frá fyrri tíð nýtur sín vel í Reykholtskirkju. Orgelið er óbreytt frá því það var í Dómkirkjunni að raddskipan og gerð. Röðun á innviðum þess var lítillega breytt til aðlögunar að rými Reykholtskirkju. Svellverk þess og blásari var endurnýjað. Skipt var um öll filt og loftbelgir allir endurnýjaðir. Umgjörð þess var endurnýjuð og löguð að stíl kirkjunnar. Tónleikarnir eru haldnir á vegum kirkjunnar í samvinnu við Félag íslenskra organleikara til styrktar Orgel- og söngmálasjóði Bjarna Bjarnasonar en sjóðurinn stóð straum af kostnaði við viðgerð og uppsetningu orgels kirkjunnar. Aðgangseyrir, 1.500 krónur, rennur óskiptur til sjóðsins því listamenn og aðrir aðstandendur tónleikanna gefa vinnu sína til styrktar málefninu. Nánari upplýsingar um tónlistarmenn og efnisskrár tónleikanna eru á heimasíðu Reykholts www.reykholt.is Lífið Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Laugardaginn 8. júlí kl. 17.00 verða haldnir aðrir tónleikar af sjö í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju og FÍO 2006. Á tónleikunum leika Lenka Mátéová á orgelið og Peter Máté á flygilinn. Á efnisskránni eru verk eftir: J.S.Bach, F. Mendelssohn Bartholdy, F.Chopin, L. Janácek M. Reger Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi við Conservatory í Kromeríz og mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hún til margra verðlauna í heimalandi sínu en hefur leikið einleik í Rússlandi og Þýskalandi. Lenka hefur starfað á Íslandi frá 1990 og er nú organisti og kórstjóri við Fella- og Hólakirkju. Hún hefur einnig tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram sem einleikari. Peter Máté er fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu, hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989. Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Orgel Reykholtskirkju var smíðað fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th. Frobenius & Co í Kaupmannahöfn árið 1934 og var í henni til 1985 að skipt var um orgel. Þá var það keypt af Reykholtssöfnuði og geymt til uppsetningar í hinni nýju kirkju sem þá var ákveðið að reisa. Sama verksmiðja og smíðaði orgelið upphaflega gerði það upp fyrir Reykholtskirkju og var það sett upp í byrjun liðins árs og vígt á páskum 2002. Orgelið er 26 radda með þremur hljómborðum og fótspili. Orgelið er kallað að hluta til „mekanískt" og að hluta „pneumatískt" (loftknúið). Það þýðir að aflflutningur frá nótunum, sem organleikarinn styður á þegar hann spilar, að lokum þeim sem opna fyrirloftstrauminn í pípurnar, fer sumpart fram með beinni tengingu og sumpart með loftstraumi. Aflflutningur í raddskipan og raddblöndun orgelsins er með loftstraumi frá stillihnöppunum við hljómborðin að röddunum sem eru ýmist djúpar eða háar og með mismunandi blæ eftir stærð og gerð pípanna í hverri rödd. Viðgerð orgelsins tókst vel og hinn sérstaki tónn þess sem kemur mörgum kunnuglega fyrir eyru frá fyrri tíð nýtur sín vel í Reykholtskirkju. Orgelið er óbreytt frá því það var í Dómkirkjunni að raddskipan og gerð. Röðun á innviðum þess var lítillega breytt til aðlögunar að rými Reykholtskirkju. Svellverk þess og blásari var endurnýjað. Skipt var um öll filt og loftbelgir allir endurnýjaðir. Umgjörð þess var endurnýjuð og löguð að stíl kirkjunnar. Tónleikarnir eru haldnir á vegum kirkjunnar í samvinnu við Félag íslenskra organleikara til styrktar Orgel- og söngmálasjóði Bjarna Bjarnasonar en sjóðurinn stóð straum af kostnaði við viðgerð og uppsetningu orgels kirkjunnar. Aðgangseyrir, 1.500 krónur, rennur óskiptur til sjóðsins því listamenn og aðrir aðstandendur tónleikanna gefa vinnu sína til styrktar málefninu. Nánari upplýsingar um tónlistarmenn og efnisskrár tónleikanna eru á heimasíðu Reykholts www.reykholt.is
Lífið Menning Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira