Tap hjá ÍA í Danmörku

Skagamenn töpuðu í kvöld fyrri leik sínum gegn danska liðinu FC Randers í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á útivelli 1-0. Heimamenn í Randers voru ívið sterkari í leiknum, en sá síðari fer fram á Skipaskaga þann 27. júlí næstkomandi.