Ísland í fjórða sæti á NM
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í dag 1-0 fyrir Svíum í leik um þriðja sætið á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Íslenska liðið hafnaði því í fjórða sæti á mótinu. Bandaríkin og Þýskaland mætast í úrslitaleik mótsins og er hann þegar hafinn.