Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna 27. júlí 2006 09:05 Landsbankinn. Mynd/Hari Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 6,1 milljarði króna, sem er rúmum milljarði krónu meira en á sama tíma fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands kemur fram að grunntekjur Landsbankans (vaxtamunur og þjónustutekjur) hafi numið 36,4 milljörðum króna og er það 19,4 milljarða króna aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða krónur á milli ára. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45 prósent af heildartekjum bankans samanborið við 4 milljarða og 16 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra. Þá jukust innlán viðskiptavina landsbankans um 42 prósent á tímabilinu og námu þau 475 milljörðum króna í lok júní. Innlán nema 37 prósent af heildarútlánum til viðskiptavina. Haft er eftir Sigurjón Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoman á fyrri helmingi ársins hafi verið mjög góð. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13 prósentum frá áramótum. Samþætting einstakra félaga og starfsþátta samstæðunnar miðar vel og myndar Landsbankinn og dótturfyrirtæki hans nú sterkan grunn til að byggja upp öfluga fyrirtækja- og fjárfestingabankaþjónustu í Evrópu," segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, segir ákveðins óróa hafi gætt á þeim mörkuðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið jákvæðara. Landsbankinn gekk í gær frá 600 milljóna evra sambankaláni en það er stærsta sambankalán sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið til þessa. Þá hefur bankinn gengið frá 7,5 milljarða dala 144A lánaramma í Bandaríkjunum en það opnar möguleika bankans til enn frekari áhættudreifingu í fjármögnun sinni, að sögn Halldórs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 6,1 milljarði króna, sem er rúmum milljarði krónu meira en á sama tíma fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands kemur fram að grunntekjur Landsbankans (vaxtamunur og þjónustutekjur) hafi numið 36,4 milljörðum króna og er það 19,4 milljarða króna aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða krónur á milli ára. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45 prósent af heildartekjum bankans samanborið við 4 milljarða og 16 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra. Þá jukust innlán viðskiptavina landsbankans um 42 prósent á tímabilinu og námu þau 475 milljörðum króna í lok júní. Innlán nema 37 prósent af heildarútlánum til viðskiptavina. Haft er eftir Sigurjón Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoman á fyrri helmingi ársins hafi verið mjög góð. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13 prósentum frá áramótum. Samþætting einstakra félaga og starfsþátta samstæðunnar miðar vel og myndar Landsbankinn og dótturfyrirtæki hans nú sterkan grunn til að byggja upp öfluga fyrirtækja- og fjárfestingabankaþjónustu í Evrópu," segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, segir ákveðins óróa hafi gætt á þeim mörkuðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið jákvæðara. Landsbankinn gekk í gær frá 600 milljóna evra sambankaláni en það er stærsta sambankalán sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið til þessa. Þá hefur bankinn gengið frá 7,5 milljarða dala 144A lánaramma í Bandaríkjunum en það opnar möguleika bankans til enn frekari áhættudreifingu í fjármögnun sinni, að sögn Halldórs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira