Sýning sem er betri en kynlíf 27. júlí 2006 19:45 Einn af folunum sem er væntanlegur til Íslands Föstudagskvöldið 18. ágúst mun verða ógleymanlegt fyrir hátt í 1000 íslenskar konur. Þær munu þá troðfylla Broadway til að berja augum fullkomustu karlmenn heims, sem eru á leiðinni til Íslands í þeim eina tilgangi að skemmta konum hérlendis sem aldrei fyrr, tilbiðja þær og dýrka, í einu og öllu. TRYLLT STUÐ Hér er um að ræða hina einu sönnu CHIPPENDALES sem koma nú loksins til Íslands eftir 26 ára sigurgöngu um allan heim. Það er engin tilviljun að hér er á ferðinni ein langlífasta og vinsælasta sýning heims; konur um víða veröld eru sammála um að sýningin er betri en kynlíf! Á hverju ári koma þeir fram í mörg hundruð borgum um allan heim til að skemmta milljónum kvenna - og aldrei nokkurn tíman hefur komið inn kvörtun! Þvert á móti, þá eru konurnar yfirleitt komnar upp á stóla snemma í sýningunni og farnar að yfirgnæfa tónlistina með öskrum. Í lok sýningar þýtur adrenalínið um æðar þeirra sem aldrei fyrr. 10 FOLAR TIL ÍSLANDS Hópurinn sem kemur til Íslands telur um 10 fola sem hafa hér viðkomu í túr um Norðurlönd og Bretlandseyjar. Að sögn eru hér á ferðinni mestu stjörnur Chippendales hópsins, sem í heildina telur 72 dansara og eru þeir ekki síst spenntir fyrir stoppinu á Íslandi, þar sem Ísland er eitt fárra landa sem þeir hafa aldrei heimsótt, auk þess sem þeir hafa heyrt miklar sögur af fegurð kvenfólksins hér. Þess má til gamans geta að undanfarin 26 ár hafa ellefu dansarar úr hópnum kvænst konum sem þeir kynntust á sýningum! Þær konur sem hins vegar eru að fara gifta sig bráðlega mega örugglega eiga von á því að vera teknar upp á svið af folunum. FORSETAFRÚIN Á CHIPPENDALESCHIPPENDALES eru fyrir löngu orðið að stofnun í Bandaríkjunum, þar sem dansararnir eru til að mynda tíðir gestir í allra vinsælustu sjónvarpsþáttunum og má þar nefna Jay Leno og Oprah. Meira að segja forsetafrúin Laura Bush sagði frá því í ræðu sinni í kvöldverðarborði nokkru í Las Vegas að kvöldið áður hefði hún skellt sér á Chippendales og vakti það mikla lukku meðal viðstaddra. (Sjá í introi á heimasíðu þeirra: www.chippendales.com) Sýningin hefst kl. 20:00 föstudagskvöldið 18. ágúst og húsið opnar kl. 19:00. Broadway verður skipt í tvö verðsvæði: A svæði: 3.400 + miðagjald (neðri hæð, nær sviði) B svæði: 2.900 + miðagjald (efri hæð, fjær sviði) Aldurstakmark er 18 ár. Miðasalan fer fram á www.midi.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og verslunum BT úti á landi. Lífið Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira
Föstudagskvöldið 18. ágúst mun verða ógleymanlegt fyrir hátt í 1000 íslenskar konur. Þær munu þá troðfylla Broadway til að berja augum fullkomustu karlmenn heims, sem eru á leiðinni til Íslands í þeim eina tilgangi að skemmta konum hérlendis sem aldrei fyrr, tilbiðja þær og dýrka, í einu og öllu. TRYLLT STUÐ Hér er um að ræða hina einu sönnu CHIPPENDALES sem koma nú loksins til Íslands eftir 26 ára sigurgöngu um allan heim. Það er engin tilviljun að hér er á ferðinni ein langlífasta og vinsælasta sýning heims; konur um víða veröld eru sammála um að sýningin er betri en kynlíf! Á hverju ári koma þeir fram í mörg hundruð borgum um allan heim til að skemmta milljónum kvenna - og aldrei nokkurn tíman hefur komið inn kvörtun! Þvert á móti, þá eru konurnar yfirleitt komnar upp á stóla snemma í sýningunni og farnar að yfirgnæfa tónlistina með öskrum. Í lok sýningar þýtur adrenalínið um æðar þeirra sem aldrei fyrr. 10 FOLAR TIL ÍSLANDS Hópurinn sem kemur til Íslands telur um 10 fola sem hafa hér viðkomu í túr um Norðurlönd og Bretlandseyjar. Að sögn eru hér á ferðinni mestu stjörnur Chippendales hópsins, sem í heildina telur 72 dansara og eru þeir ekki síst spenntir fyrir stoppinu á Íslandi, þar sem Ísland er eitt fárra landa sem þeir hafa aldrei heimsótt, auk þess sem þeir hafa heyrt miklar sögur af fegurð kvenfólksins hér. Þess má til gamans geta að undanfarin 26 ár hafa ellefu dansarar úr hópnum kvænst konum sem þeir kynntust á sýningum! Þær konur sem hins vegar eru að fara gifta sig bráðlega mega örugglega eiga von á því að vera teknar upp á svið af folunum. FORSETAFRÚIN Á CHIPPENDALESCHIPPENDALES eru fyrir löngu orðið að stofnun í Bandaríkjunum, þar sem dansararnir eru til að mynda tíðir gestir í allra vinsælustu sjónvarpsþáttunum og má þar nefna Jay Leno og Oprah. Meira að segja forsetafrúin Laura Bush sagði frá því í ræðu sinni í kvöldverðarborði nokkru í Las Vegas að kvöldið áður hefði hún skellt sér á Chippendales og vakti það mikla lukku meðal viðstaddra. (Sjá í introi á heimasíðu þeirra: www.chippendales.com) Sýningin hefst kl. 20:00 föstudagskvöldið 18. ágúst og húsið opnar kl. 19:00. Broadway verður skipt í tvö verðsvæði: A svæði: 3.400 + miðagjald (neðri hæð, nær sviði) B svæði: 2.900 + miðagjald (efri hæð, fjær sviði) Aldurstakmark er 18 ár. Miðasalan fer fram á www.midi.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og verslunum BT úti á landi.
Lífið Menning Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira