Vilja skapa frið 28. júlí 2006 22:10 Mynd/AFP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið. Bush Bandaríkjaforseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands voru sammála um það í Hvíta húsinu í dag að nú yrði að grípa til aðgerða til að koma á varanlegum friði á svæðinu, eins og þeir orðuðu það. Hvorugur kallaði þó eftir tafarlausu vopnahléi. Bush sagði að Öryggisráðið myndi koma saman til fundar eftir helgi þar sem sett yrði saman aðgerðaáætlun þar sem vísað yrði í sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjöundi kaflinn kveður á um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása en í einni grein sjöunda kafla er meðal annars kveðið á um að öryggisráðinu sé heimilt eins og þar stendur: "að grípa til hernaðaraðgerða með lofther, flota eða landher, eftir því sem nauðsyn krefur, til að varðveita eða koma á aftur heimsfriði og öryggi." Bush og Blair töluðu um að Sameinuðu þjóðirnar myndu senda liðsstyrk til átakasvæðanna en væntanlega mun öryggisráðið skilgreina nánar hlutverk liðsins, hvort það muni hafa heimild til að grípa til vopna ef svo ber undir. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu í dag eftir þriggja sólarhringa vopnahléi milli Ísraela og Hisbollah, til þess að unnt yrði að koma hjálpargögnum og nauðsynjum til bágstaddra á átakasvæðunum. Hisbollah skaut í dag upp langdrægri eldflaug, að eigin sögn, og Ísraelar hafa viðurkennt að eldflaugaárás hafi verið gerð á hafnarbæ fyrir sunnan Haifa, sem hingað til hefur verið það lengsta sem eldflaugar Hisbollah hafa drifið. Ísraelsher segir eldflaugina hafa borið um 100 kíló af sprengiefni. Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í næstu viku um aðgerðaáætlun til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Bush Bandaríkjaforseti segir ráðið muni leggja stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna til grunns að aðgerðunum og eggja allar þjóðir til að taka þátt í að skapa frið. Bush Bandaríkjaforseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands voru sammála um það í Hvíta húsinu í dag að nú yrði að grípa til aðgerða til að koma á varanlegum friði á svæðinu, eins og þeir orðuðu það. Hvorugur kallaði þó eftir tafarlausu vopnahléi. Bush sagði að Öryggisráðið myndi koma saman til fundar eftir helgi þar sem sett yrði saman aðgerðaáætlun þar sem vísað yrði í sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjöundi kaflinn kveður á um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása en í einni grein sjöunda kafla er meðal annars kveðið á um að öryggisráðinu sé heimilt eins og þar stendur: "að grípa til hernaðaraðgerða með lofther, flota eða landher, eftir því sem nauðsyn krefur, til að varðveita eða koma á aftur heimsfriði og öryggi." Bush og Blair töluðu um að Sameinuðu þjóðirnar myndu senda liðsstyrk til átakasvæðanna en væntanlega mun öryggisráðið skilgreina nánar hlutverk liðsins, hvort það muni hafa heimild til að grípa til vopna ef svo ber undir. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu í dag eftir þriggja sólarhringa vopnahléi milli Ísraela og Hisbollah, til þess að unnt yrði að koma hjálpargögnum og nauðsynjum til bágstaddra á átakasvæðunum. Hisbollah skaut í dag upp langdrægri eldflaug, að eigin sögn, og Ísraelar hafa viðurkennt að eldflaugaárás hafi verið gerð á hafnarbæ fyrir sunnan Haifa, sem hingað til hefur verið það lengsta sem eldflaugar Hisbollah hafa drifið. Ísraelsher segir eldflaugina hafa borið um 100 kíló af sprengiefni.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent