Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu hafa á ný fengið til sín danska miðjumanninn Dennis Siim. Hann á að fylla í skarð Davíðs Þórs Viðarssonar sem leikur ekki meira með liðinu á árinu vegna meiðsla.
Siim kemur frá danska liðinu Randers sem sló út Skagamenn í Evrópukeppni félagsliða í vikunni en þar hefur Siim verið leikmaður frá því í fyrra. Siim yfirgaf FH í fyrrahaust eftir að hafa leikið með FH í fyrrasumar.
Siim gerir 2 ára samning við FH. Hann getur ekki leikið síðari leikinn gegn Legia í Póllandi á miðvikudag þar sem hann er ekki með leikheimild með liðinu í keppninni. Þá hafa félagaskipti hans ekki gengið í gegn hjá KSÍ svo hann missir af leiknum gegn ÍA í Landsbankadeildinni á morgun. Hann verður hins vegar klár í slaginn gegn Fylki 10. ágúst.
Dennis Siim aftur til FH

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn