Heimsmet í 4x100 metra skriðsundi kvenna

Þýsku stúlkurnar Daniela Goetz, Petra Dallmann, Annika Liebs og Britta Steffen, frá vinstri, sjást hér með gullmedalíur sínar. Þær sigruðu 4x100 metra skriðsund á nýju heimsmeti 3 mínútur og 35,22 sekúndur, á Evrópumótinu í sundi sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi.