Lífið

Hitað upp fyrir Innipúkann

Hin árlega Innipúkaupphitun fer fram í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg á morgun.
Hin árlega Innipúkaupphitun fer fram í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg á morgun.

Föstudaginn 4. ágúst verður hin árlega Innipúkaupphitun í verslun

12 Tóna við Skólavörðustíg. Þar koma fram eftirfarandi hljómsveitir:Gavin Portland, The Foghorns, Eberg og Jomi Massage frá Danmörku, en þær þrjár síðastnefndu koma einnig fram á Innipúkanum.

Rokksveitin Gavin Portland sem undirbýr nú upptökur á nýrri plötu sem vonandi kemur út með haustinu, er eitt öflugasta tónleikaband landsins.

The Foghorns er hljómsveit Bart Camerons Grapevine ritstjóra og Eberg hefur nýverið sent frá sér diskinn Voff, Voff, sem hefur fengið frábæra dóma.

Danska söngkonan Jomi Massage vekur svo athygli hvar sem hún kemur fyrir beitta texta og hörkurokk. 12 Tónar voru einmitt að fá nýjasta geisladisk hennar, From Where No One Belongs, til dreifingar en hann hefur farið hátt á listum í Danmörku.

Tónleikarnir hefjast um kl. 16 og eru allir velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×