Lífið

Grasnytjar um hásumar

Hildur Hákonardóttir listamaður og ræktandi mun fræða fólk um grasnytjar í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal, laugardaginn 12. ágúst kl. 11. Hildur hefur langa reynslu af því að nýta íslenskar jurtir til matar.

Á síðasta ári gaf Hildur út bókina Ætigarðurinn, sem er handbók grasnytjungsins. Hildur mun segja frá hví hvernig hún nýtir kúmen, ætihvönn, kerfil, túnfífil, njóla og skarfakál en allar þessar jurtir finnast í safndeildinni Flóra Íslands. Einnig verður farið í nytjajurtagarðinn og þar mun Hildur fjalla um haustgrænmeti sem Íslendingar hafa lengi ræktað og nytjað. Fræðslan hefst hjá lystihúsinu og að henni lokinni verður boðið upp á íslenskt jurtate.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×