Juan Pablo Montoya segir í viðtali við dagblað í heimalandi sínu Kolumbíu að ástæðan fyrir því að hann ákvað að hætta í Formúlu 1 og snúa sér að Nascar hafi verið sú að honum hafi verið farið að leiðast.
"Það var gaman að taka þátt í Formúlu 1 og ég náði flest öllum markmiðum mínum þar nema auðvitað að verða meistari. Það hefði mér ekki tekist hjá McLaren og ég var orðinn leiður á að keppa um fimmta sætið," sagði Montoya, sem segist afar spenntur fyrir að hefja keppni í ameríska kappakstrinum.