Sport

Tap fyrir Tékkum og HM-draumurinn úti

Íslenska landsliðið var langt frá sínu besta í dag
Íslenska landsliðið var langt frá sínu besta í dag Mynd/E.Ól

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 4-2 fyrir Tékkum á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM í knattspyrnu og því ljóst að liðið kemst ekki á HM. Tékkar komust yfir strax í upphafi leiks, en eftir að íslenska liðið náði að komast yfir 2-1, hrundi leikur þess í síðari hálfleik.

Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins, en Þóra B. Helgadóttir varði m.a. vítaspyrnu Tékka í síðari hálfleiks. Úrslit dagsins þýða að íslenska liðið er nú sex stigum á eftir Svíum sem eru í efsta sæti riðilsins og þremur á eftir Tékkum þegar það á tvo leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×