Síðari leikur Arsenal og Dynamo Zagreb í forkeppni meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:55. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 og er því í afar vænlegri stöðu fyrir heimaleikinn á Emirates-vellinum í kvöld, þar sem sæti í riðlakeppni meistaradeildarinnar er í húfi.
Mikil meiðsli eru í herbúðum Arsenal og Arsene Wenger knattspyrnustjóri varaði fjölmiðlamenn við því að afskrifa Zagreb-liðið á blaðamannafundi í dag. "Menn þurfa að leika vel í 180 mínútur til að slá lið út úr meistaradeildinni og við erum aðeins búnir að leika vel í 90 mínútur," sagði Wenger.
Hópur Arsenal í kvöld:
Almunia, Hoyte, Eboue, Toure, Djourou, Fabregas, Gilberto, Ljungberg, Hleb, Van Persie, Adebayor, Poom, Henry, Walcott, Flamini, Aliadiere, Cygan, Traore, Song.