
Fótbolti
Van Bommel til Bayern

Þýsku meistararnir Bayern Munchen gengu í gær frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Mark Van Bommel frá Evrópumeisturum Barcelona. Kaupverðið er sagt vera um 6 milljónir evra og hefur Van Bommel skrifað undir þriggja ára samning við Bayern. Þar verður honum ætlað að fylla skarð Michael Ballack, en hann verður eflaust óður í að fá að sanna sig eftir að hafa lítið fengið að spila með Barcelona á síðustu leiktíð.