Lúkas Kostic, þjálfari U-21 árs landsliðsins, hefur gert eina breytingu á liði sínu fyrir leikinn gegn Ítölum í undankeppni EM sem hefst nú klukkan 19. Eyjólfur Héðinsson kemur inn í liðið í stað Guðjóns Baldvinssonar. Íslenska liðið spilar leikaðferðina 4-5-1 í kvöld. Aðgangurr er ókeypis á leik kvöldsins á Laugardalsvelli og því um að gera fyrir alla að drífa sig á völlinn og styðja íslenska liðið gegn sterku liði Ítala.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Hrafn Davíðsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Vinstri bakvörður: Gunnar Þór Gunnarsson
Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson
Miðjumenn: Baldur Sigurðsson, Bjarni Þór Viðarsson og Theódór Elmar Bjarnason
Hægri kantur: Eyjólfur Héðinsson
Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson, fyrirliði
Framherji: Rúrik Gíslason